Annað fjármálakerfi þegar fólk vill ekki lengur taka lán

Sumarið 2009 ræddi ég við kanadískan bónda sem er einnig í stjórn lánasjóðs bænda. Hann sagði að Kanada hefði sloppið ágætlega undan kreppunni vegna gott fjármálaeftirlits og tryggingasjóðs. Þar á móti væri vandamálið hjá sjóðnum að bændur vilja ekki taka lán lengur.  Ég held að í framtíðinni munu bankar lenda í erfiðleikum vegna þess að fólk getur ekki eða vil ekki taka lán. Margir hafa brennt sig illa. Börn og unglingar í dag hafa fylgst með foreldrum sínum lenda í miklum erfiðleikum vegna lána og ég efast um að þau hafi áhuga á að taka lán þegar þau verða fullorðin.  Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness sagði við tíkina: ,,Faðir minn varð áttræður án þess að komast úr tvöhundruð króna heildarskuld við sveitina frá því hann var únglíngur.” og ,,Sá maður sem sjálfur á sína jörð, hann er sjálfstæður maður í landinu.” Draga má þá ályktun að Bjartur ákvað að lifa frekar við frumstæðar aðstæður en að taka lán. Mér hefur alltaf verið illa við lán og finnst ágætt að fólk taki minna af láni en fyrir hrun. Of há lán voru veitt til húsnæðiskaupa, sem hækkaði húsnæðisverð sem varð í engu samræmi við gæði húsnæðis. Þar á móti var mér bent á að vegna þess að bankar búa til peninga byggt á lánum þá getur orðið stöðnun ef fólk taki mun minna af lánum eða jafnvel hætti því. Það er sorglegt að efnahagur landsins byggist á skuldum frekar en eignum þegar landið býr yfir miklum verðumætum.

Fyrirlestur um hvernig bankar búa til peningar:http://vidego.multicastmedia.com/player.php?v=oc669lzt  Er hægt að hafa fjármálakerfi sem byggist á öðru en skuldum? Áður fyrr var verðgildi peninga tengt gulli, en Nixon rauf þá tengingu 1971. Kannski getum við tengt krónuna við kílóvattstundir. Sumir vilja taka upp hugmynd C. H. Douglas (1879–1952) um samfélags arð (social credit), sbr. http://www.umbot.org.  Einnig eru hugmyndir um fjármálakerfi byggt á Islam, sbr. ritið: ,,Financial Crisis - Roots and remedies efti M.M. Akbar (2010). Ég tel miklar líkur á að í framtíðinni verði lítill áhugi á að taka lán og þess vegna er nauðsynlegt að huga að öðru fjármálakerfi.     
mbl.is Með peninga í bankahólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband