Jákvætt að enska er notuð í háskólum

Mér finnst það mjög jákvætt að kennsla fari fram á ensku. Það torveldur bara nám að þýða öll fræðileg hugtök yfir á ensku. Margar kennslubækur eru á ensku og það myndi kosta stórfé að þýða þær allar yfir á íslensku einungis vegna sérvisku málnefndar. Ef nemandi vill fá nánari upplýsingar um ákveðið hugtak á íslensku, þyrfti hann finnst að finna enska heitið til þess að afla sér nánari upplýsingar um það, t.d. á bókasafni eða internetinu. Ég heyrði einu sinni um læknir sem skrifaði grein í Læknablaðinu og notaði hann nokkur erlend læknisfræðihugtök. Ritnefnd þýddi greinina yfir á íslensku þannig að hann skyldi ekki sýna eigin grein! Ef íslendingur lærir háskólafag á ensku þá auðveldar það honum að stunda framhaldsnám erlendis. Mér finnst það mjög jákvætt hve mikið er af erlendum námsmönnum við Háskóla Íslands, sem gerir skólann að alþjóðlegan þar sem fólk með menntun og reynslu frá mörgum löndum miðla þekkingu sína, auk þess að læra af kennurum. Ef útlendingar fá góða menntun hérlendis þá bætir það ímynd okkar erlendis og skapar tengslanet háskólamanna.


mbl.is Fagna umræðu um nám á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Íslenskan er ónothæf á alþjóðavettvangi og gagnast manni lítið í öllum greinum. Allar heimildir eru á ensku og ef maður vill vera í samskiptum út fyrir okkar 300.000 manna samfélag þá verður maður geta talað ensku. Væri best að kenna allt á ensku og íslenskan ætti bara að halda áfram að fá lánuð heiti úr enskunni eins og hún hefur gert í gegnum tíðina í staðinn fyrir að búa til ný og flækja málin. Djús skaðaði engan og ekki heldur týpískt. Það að viðhalda þessari hreintungustefnu er bara bull og tímaskekkja. Mikilvægast er að geta haft áhrifarík samskipti við heiminn og verið í samvinnu við erlenda fræðimenn, prófessora, kennara og erlendar menntastofnanir. Við þurfum líka að hafa viðskipti við aðrar þjóðir og þurfum við góða enskukunnáttu til þess að geta gert allt  þetta.

Sigurður Árnason (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband