Frekar taka til fyrirmynda atkvæðagreiðsluna í Schleswig 1920

Í stað þess að vera með þessar atkvæðagreiðslu og forsetaskosningar finnst mér að það ætti frekar að taka til fyrirmynda atkvæðagreiðslu árið 1920 um hvort íbúar Schleswig vildu tilheyra Þýskalandi eða Danmörku eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ég sá tvær mjög athyglisverðar sýningar um atkvæðagreiðsluna í tveimur söfnunum í Danmörku, Museum Sønderjylland og Museum mellem Slesvigs Grænser. Hugmyndin um hvernig marka á landamæri kom frá Woodrow Wilson, forseta Bandaríkjanna sem hann kallaði; “the people´s right of self-determination”. Sérstök nefnd (Commission Internationale de Surveillance du Plébiscite au Slesvig - CIS) var skipuð fulltrúum Bretlands, Frakklands og Svíþjóð, sem er talin hafa unnið mjög gott verk. Nefndin fór með stjórn svæðisins og fengu franska og breska hermenn til þess að annast löggæslu, en þýskum hermönnum og dönskum opinberum starfsmönnum voru látnir yfirgefa svæðið á meðan. Atvæðagreiðsla fór fram í hverjum hreppi og merkt inn á kort hlutfallslega hve margir vildu tilheyra Danmörku eða Þýskalandi. Hagsmunaaðilar gerðu mjög áhugaverð áróðursveggspjöld. Ég veit ekki hvort eitthvað var um ofbeldi og hættulega hópa í Schleswig eins og í Ukraníu í dag, en það skiptir máli þegar meta á hvort hægt er að hafa samskonar atkvæðagreiðslu.  


mbl.is Lífshættulegur kjörseðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband