Hún veit núna hvernig mörgum múslimum líður.

Henni líður líklega eins og mörgum múslima eftir að hún hvatti óbeint til neikvæðra afstöðu til nokkurra íbúa þess lands, sem hafa aðra trú en hún. Það hefur greinilega komið fram m.a. í viðtali í DV, mjög neikvæð afstaða hennar til Íslam. Þegar stjórnmálamenn hafa slík afstöðu til minnihlutahópa í landi sínu, þá getur það haft mjög hættulegar afleiðingar. Því miður brugðust einungis örfáir framsóknarmenn, m.a. Gunnar Bragi og tveir fyrrverandi formenn SUF, við þessari hegðun tveggja framsóknarkvenna. Þessi hegðun bitnar þannig bæði á mörgum múslimum og framsóknarmönnum. - Hvað er hægt að gera?

Mér finnst fáranlegt að afturkalla leyfið fyrir moskunni. Það gengur auðvitað ekki að einkaaðilar fá leyfi til framkvæmdar með löglegum hætti og samþykkt af meirhluta lýðræðiskjörina, en síðan er leyfi afturkallað þegar nýr meirihluti tekur við einungis vegna persónulegrar skoðanir borgarfulltrúa. Þetta skapar óþolandi óvissu fyrir almenning og yrði stjórnsýsluklúður. 


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnihlutahópa? Mismununin felst í því að borgin fór að rukka fyrir lóðir til almennings. Þessir minnihlutahópar sem þú kýst að kalla svo eru forréttindahópar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 11:30

2 Smámynd: Landfari

Þú talar eins og mulimar séu einsleitur hópur. Þeir eru það ekki frekar en kristnir.

Það eru margir muslimar sem hafa ýmigust á sharia lögunum eins og margir kristnir geta engan vegin varið framferði Vottanna í sumum málum.

Múslimar sem hafa aðlagast siðum og venjum vesturlanda eru margir hverjir ekki alltof og hrifnir að sumu sem fram fer í moskum.

Landfari, 9.6.2014 kl. 18:10

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Landfari - Það er rangt hjá þér að ég tali eins og múslimar séu einsleitur hópur vegna þess að ég tek fram að margir múslimar, sem þýðir auðvitað ekki allir. Að öðru leyti er ég sammála þér.

Kristján H. Kristjánsson, 9.6.2014 kl. 18:22

4 Smámynd: Landfari

Nú er það nýjasta í stöðunni að lóðaúthlutunin án endurgjalds er ólögleg og því verður væntanlega að draga hana til baka.

Landfari, 11.6.2014 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband