Færsluflokkur: Ferðalög

Riddaraskjöldur Vigdísar Finnbogadóttur

Ég sá í gærkveldi kvikmyndina: ,,Vigdís, fífldjarfa framboðið” og datt í hug að lesendur hefðu áhuga á að sjá riddarskjöld Vigdísar.   

Með leyfi safnvarðar tók ég þessa mynd í Frederiksborgar höll í Danmörku.

Vigdís  
mbl.is Konur sameinast í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumlegir feminstar í Afríku

Árið 1996 ákvað hópur kvenna í eitt fátækasta svæði í Suður Afríku að hefja grænmetisræktun til þess að afla tekna. Vegna þess að eignmenn þeirra höfðu áhyggjur af auknu sjálfstæði þeirra sannfærðu þeir dómara um að loka fyrir vatni til kvennana skv. óskýrum lögum. Konurnar bjuggu þá til líkkistu, báru að skrifstofubyggingu dómarans, grétu mikið og grófu gröf til þess til þess að tákna jarðaför dómarans. Dómarinn flúði öskrandi heim til sín, en hleypti ekki vatninu á. Nokkrum dögum seinna komu konurnar aftur og afklæddu sig fyrir fram skrifstofubygginguna. Þrjú hundruð naktar konur var of mikið sjokk fyrir dómarann, sem lofaði að hleypa vatninu á aftur, en konurnar lofuðu að afklæða sig ekki aftur.
mbl.is Konur hvattar til að klæða sig vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar í BNA græða á skattaskuldum

Vegna þess hvernig margir bankar og önnur fjármálafyrirtæki höguðu sér, m.a. með undirmálslánunum, sem leiddi til kreppunar þurfti að hækka skatta. Núna hafa nokkrir bankar fundið leið til þess að græða leynilega á þessum sköttum, með því að láta félög sín kaupa skattaskuldir á uppboðum og innheimta síðan með mikla hörku. Það hefur leitt til þess að fólk hefur misst heimili sín og lent á götuna.

Myndband:

Sjá nánar hér:

http://www.thetradingreport.com/2010/10/21/the-big-wall-street-banks-have-found-a-new-way-to-strangle-the-american-people-predatory-property-tax-collection/


mbl.is G20 ná samkomulagi um bankareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímalína og kort sem sýnir fækkun dauðsfalla í Írak

http://english.aljazeera.net/secretiraqfiles/2010/10/20101022172059236587.html

Nánar um umfjöllun Al Jazeera um skjölin

Sá rétt áðan fyrri hluta umfjöllunar um Wikileaks skjölin, sem eru um 400,000. Þeir sem munu eða eru að birta skjölin hafa sannmælst um að hylja nöfn einstaklinga til þess að vernda þá. Fjallað var um skjöl, sem varðar stríðið í Írak. Fyrir utan það sem kemur fram á mbl.is var fjallað um pýndingar framkvæmdar af Írönskum lögreglu- og hermönnum, sem bandaríkjamenn mátti aðeins tilkynna um en ekki reyna að stöðva. Rúmlega 600 manns hafa verið drepnir á eftirlitsstöðvum á vegum (Check Points) af bandarískum hermönnum. Skotárásir starfsmanna Blackwaters á borgara. Í seinni hlutanum verður m.a. fjallað um fjármögnum Al-Qaeda.     
mbl.is 109 þúsund Írakar látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð grein um TripAdviser.com

http://www.telegraph.co.uk/travel/hotels/8050127/Tripadvisor-reviews-can-we-trust-them.html

Þegar ég hef notað TripAdviser til þess að velja mér hótel hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef einnig skrifað umsagnir um hótel sem hafa reynst mér mun betur en ég bjóst við. Ef hótel fullnægir almennar kröfur um aðstöðu þá er það starfsfólkið sem skiptir mestu máli um hvort það fái jákvæða eða neikvæða umsögn. Ég hef gist á hótelum sem hafa fengið sérstaklega hátt mat á TripAdviser eða í Condé Nast Traveler tímaritinu og hef tekið eftir að þar er starfsfólkið mjög metnaðargjarnt um að hótelið fái hátt mat. Stundum ráða hótel fólk sem hefur engan áhuga á að vinna þar og finnst jafnvel niðurlægandi að veita góða þjónustu. Þótt að hótelin eru glæsileg með góða aðstöðu, þá fá þau oft þess vegna mjög lágt mat.  

Þættir um fjölmiðla á Al Jazeera m.a. um Ísland

Listening Post fjallar m.a. um vinnubrögð fjölmiðla við fréttaöflun og miðlun.  

Vefsíða um Listening Post

http://english.aljazeera.net/programmes/listeningpost/ 

Þáttur þar sem m.a. er fjallað um Ísland:

http://www.youtube.com/user/AlJazeeraEnglish#p/search/1/ZbGiPjIE1pE   

Vandinn og lausnir

Ég vil að Alþingi verði þannig vinnustaður að hæfustu einstaklingar vilja vinna þar og nýta menntun sína og reynslu til þess að bæta þjóðfélagið. Því miður virðist mjög slæmur starfsandi vera á Alþingi. Alþingismenn svívirða hvorn annan og eru í sífelldu þrasi. Þeir þurfa að sitja þröngt, hlustandi á langar og leiðinlegar ræður. Þeir fá á sig mjög persónulega gagnrýni frá almenningi og verst er þegar börn þeirra verða fyrir einelti vegna starfs þeirra. Ég var sjálfboðsliði á Þjóðfundinum 2009 og kom það mér skemmtilega á óvart að sjá hve allir unnu vel saman m.a. andstæðingar í stjórnmálum. Það væri gott ef Alþingi gæti starfað þannig. Vandamálið er etv. að það þarf alltaf að skipta þingmönnum í tvö lið, stjórn- og stjórnarandstöðu, sem berjast síðan um atkvæði kjósanda í næstu kosningum. Ég vonar að á Stjórnlagaþinginu muni koma fram góðar hugmyndir um hvernig hægt er að breyta stjórnskipun hérlendis til hins betra. Stjórnarskráinn var samin áður en það var búið að finna upp Internetið þannig að miðlun upplýsinga og samskipti almennings við Alþingi var með allt öðrum hætti. Nútíma stjórnaskrá þarf að taka mið af þessum breytingum.     
mbl.is Einungis 9% bera mikið traust til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð grein um TripAdviser.com

http://www.telegraph.co.uk/travel/hotels/8050127/Tripadvisor-reviews-can-we-trust-them.html

Þegar ég hef notað TripAdviser til þess að velja mér hótel hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef einnig skrifað umsagnir um hótel sem hafa reynst mér mun betur en ég bjóst við. Ef hótel fullnægir almennar kröfur um aðstöðu þá er það starfsfólkið sem skiptir mestu máli um hvort það fái jákvæða eða neikvæða umsögn. Ég hef gist á hótelum sem hafa fengið sérstaklega hátt mat á TripAdviser eða í Condé Nast Traveler tímaritinu og hef tekið eftir að þar er starfsfólkið mjög metnaðargjarnt um að hótelið fái hátt mat. Stundum ráða hótel fólk sem hefur engan áhuga á að vinna þar og finnst jafnvel niðurlægandi að veita góða þjónustu. Þótt að hótelin eru glæsileg með góða aðstöðu, þá fá þau oft þess vegna mjög lágt mat.  

Heimildarmyndin: ,,Inside Job” m.a. um Ísland

Myndin fjallar um efnahagshrunið og var tekin á Íslandi, Bandaríkjunum, England, Frakkland, Singapúr og Kína. Á kreditlistanum eru þeim Jóhanni Gunnari Árnasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni, þökkuð aðstoð við gerð myndarinnar. Myndin var sýnd á Cannes Film Festival í ár og sýningar hófust í Bandaríkjunum 8. október. Charles Ferguson framleiddi, skrifað og leikstýrði myndina. Honum finnst að Bandaríkjaþing ætti að skipa sérstakan saksóknara vegna hrunsins.  Vefur um myndina:http://www.sonyclassics.com/insidejob/ Facebook síða um myndina:http://www.facebook.com/insidejob Grein um myndina á vef International Documentary Association:http://www.documentary.org/magazine/inside-job-anatomy-catastrophe 
mbl.is Hugsanleg fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband