Áhugaverð grein um TripAdviser.com

http://www.telegraph.co.uk/travel/hotels/8050127/Tripadvisor-reviews-can-we-trust-them.html

Þegar ég hef notað TripAdviser til þess að velja mér hótel hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef einnig skrifað umsagnir um hótel sem hafa reynst mér mun betur en ég bjóst við. Ef hótel fullnægir almennar kröfur um aðstöðu þá er það starfsfólkið sem skiptir mestu máli um hvort það fái jákvæða eða neikvæða umsögn. Ég hef gist á hótelum sem hafa fengið sérstaklega hátt mat á TripAdviser eða í Condé Nast Traveler tímaritinu og hef tekið eftir að þar er starfsfólkið mjög metnaðargjarnt um að hótelið fái hátt mat. Stundum ráða hótel fólk sem hefur engan áhuga á að vinna þar og finnst jafnvel niðurlægandi að veita góða þjónustu. Þótt að hótelin eru glæsileg með góða aðstöðu, þá fá þau oft þess vegna mjög lágt mat.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband