Hvernig hægt er að auka fjárfestingar

Már talar mikið um lán, m.a. ,,skertur aðgangur að erlendu lánsfé”. Auðvitað vilja útlendingar ekki veita íslenskum fyrirtækjum lán, m.a. vegna þess að ríkisstjórnin er á móti slíku og reynir að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir slíkt. Til þess að auka fjárfestingar hérlendis þarf m.a. að afgreiða allar umsóknir tengdar atvinnustarfsemi skjótt og af fagmennsku án þess að hugsjónir sjórnmálamanna þvælist fyrir. Í stað þess að leggja áherslu á lán til fyrirtækja, sem hefur valdið miklum vandræðum eftir hrunið, ætti frekar að leggja áherslu á hlutabréfaviðskipti. Í dag hefur einkum verið fjárfest í ríkisskuldabréfum og með lækkandi vöxtum er hætt á að mikið fé streymi í fjárfestingar erlendis þegar losnar um gjaldeyrishömlur. Þess vegna þarf að bjóða upp á góða fjárfestingarmöguleika á hlutabréfamarkaði. Ríkið vil næstum því eingöngu afla tekna með háum sköttum, en til þess að fyrirtæki geti borgað skatta og skilað arði til eiganda mega skattprósentur ekki vera of háar. Einnig þurfa prósenturnar að vera þær sömu til langs tíma þannig að fyrirtæki geti gert langtímaáætlanir. Það er til mikið af vel reknum fyrirtækjum, sem geta haft bjarta (eða bjartari) framtíð fyrir sér ef þau fara á hlutabréfamarkaðinn. Stór fyrirtæki geta verið þar sjálfstæð og mörg smá fyrirtæki sem sjóður. Vegna þess að margir hafa brennt sig á vitleysuna fyrir hrunið er nauðsynlegt að fjárfestar geta fengið ítarlegar upplýsingar um félögin til þess að meta hvort þeir vilja fjárfesta í þeim. Einnig tel ég mikilvægari að fjárfestar geti fylgst náið með starfsemi þeirra, en viðskiptaleyndin.
mbl.is Fjárfesting ekki minni frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband