Mér líst mjög vel á að Huang Nobu byggir hótel hérlendis

Ég er sannfærður um að kínverskir ferðamenn muni hafa jákvæð áhrif á efnahag okkar og ánægjulegt að fá þessa vinnaþjóð í heimsókn. Margar þjóðir sækjast eftir erlenda fjárfesta vegna mikilvægis fyrir efnahaginn. Kosturinn við að Huang Nobu byggir hótel hérlendis er að hann hefur ráð á því, en ef íslendingur myndu byggja fimm stjörnu luxushótel þá gæti hann það aðeins með láni sem gæti endað með skelfingu fyrir samfélagið, sbr. hrunið. Hann er ljóðskáld og hefur klifrað 7 hæstu fjöll heims m.a. Everest auk þess að rölta á norður og suðurpólinn. Hann var í 117 sæti af ríkustu mönnum í Kína 2010 og átti þá  hann 1200 USD$m. Hann var í 9 sæti af þeim sem gáfu mest til góðgerðarmála í Kína 2009. Fyrirtæki hans Zhongkun Investment Group er í fasteignaviðskiptum og ferðamennsku. Vegna þess hve fjölhæfur og duglegur hann er getum við jafnvel lært eitthvað af honum.  Zhongkun Investment Group:http://english.zhongkun.com.cn/about/about.php?id=9550 Fjallað er um hann í Huran Report, sem er fyrir þá ríkustu í Kína: http://www.hurun.net/usen/Default.aspx
mbl.is Byggir einnig upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grásleppan

það er verið að selja auðlindirnar úr landi, dýrmætar lóðir. Við viljum ekki sjá þessar erlendu fjárfestingar.

Grásleppan, 26.8.2011 kl. 10:37

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Þetta er eðlilegur þáttur í alþjóðlegum viðskiptum í dag að menn fjárfesta í ýmsum löndum og þykir það yfirleitt gott fyrir efnahag þessara landa. Efnahagur okkur byggist á lántöku því miður og þarf að leggja meiri áherslu á verðmætasköpun. Ríkið heldur að það getur leyst efnahagsvandann með hærri sköttum, en það hrekur aðeins fjárfesta í burtu. Það eru hugmyndaríkir og duglegir einstaklingar sem skapa verðmæti. Að fá slíkan einstakling eins Huang Nobu getur verið til fyrirmynda fyrir okkur. Ég hef oft heyrt að það vantar alvöru fimmstjörnu luxushótel hérlendis þótt að sum hótel rukka eins og þau eru slík hótel. Ef við viljum ekki erlenda fjárfesta þá er ekki réttlátt að leyfa íslendingum að fjárfesta erlendis fyrir raunveruleg verðmæti en ekki fáranleg lán eins og því miður var algengt fyrir hrunið.

Kristján H. Kristjánsson, 26.8.2011 kl. 10:53

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Vegna þess að sumir eru að velta fyrir sér afhverju Huang Nobu vill opna hótel á Grímsstöðum, þá vek ég athygli á skýrslu frá í júní 2011, sem heitir: industry “The Future of Luxury Travel, A Global Trends Report,”. Hún var unnin af Horwath HTL fyrir International Luxury Travel Market. Þar stendur m.a.: Research with luxury travel buyers indicates an expanding number of destinations now growing in popularity, with a demand by travellers for increased diversity:• More privacy / less ostentation: a quieter, more discreet style of luxury is now preferred; private islandsare highly desirable.• Increase in demand for open-range excursions: response to our survey underscored the lure of Brazil,Argentina/Chile (Patagonia), Australia and New Zealand for their spectacular landscapes and unspoiltnature.• A growing interest in off-the-beaten-track destinations: some areas currently avoided for political orsocial reasons are expected to become more attractive to tourists.• Destinations with appeal to environmentally concerned and culturally interested travellers:destinations with fascinating cultures and traditions, including Israel and Peru, are growing in popularity with affluent travellers, as are destinations actively working to protect nature and endangered animal species.

Kristján H. Kristjánsson, 26.8.2011 kl. 12:11

4 Smámynd: Ingvar

Þetta er hægt vegna þess að Huang Nobu  er vinur mágs utamríkisráðherrans.  Ætli að  annar mágur , Finnur Sveinbjörnsson, sá sem steei Icebank á hausinn, verði ekki fjármálastjóri fyrir kínverjan.

Ingvar, 26.8.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband