Emirates er fyrirmyndaflugfélag

Ég hef flogið með mörgum flugfélögum og er greinilegt að þau, sem hafa verið með þau bestu í heiminum, leggja aðaláherslu á að sinna farþegum vel og vera áreiðanleg. Besta flugfélag sem ég hef flogið með er Emirates og áhugavert að bera það saman við önnur flugfélög. Mjög auðvelt er að bóka flug á vef þeirra, en versta bókunarkerfið er hjá American Airlines og Aerolíneas Argentinas. Þeir eru mjög fljótir að svara síma, en versta símsvörun her hjá United Airlines, vegna mjög langs biðtíma og stundum er einhverskonar vélmenni sem svarar. Langur svartími er einnig veikleiki hjá Icelandair, sem er annars ágætis flugfélag. Það getur verið mjög dýrt að hringja í flugfélag erlendis frá. Flugvélarnar og þjónusta um borð hjá Emirates er mjög góð, en verstu flugvélarnar og þjónusta eru hjá SAS og United Airlines. Sum flugfélög sýna farþegum mikinn kulda og haga sér jafnvel eins og sumar ríkisstofnanir. 

 

Ég flaug í þessum mánuði með Emirates frá London til Dubai í economic class og var flugið um 6-7 klukkustundir. Ég fékk matseðil og gat valið á milli tveggja aðalrétta. Drykkir m.a. vín var innifalið en borga þarf sérstaklega fyrir kampavín. Kvöldmaturinn var mjög góður og einnig morgunmaturinn. Ekki þarf að borga sérstaklega fyrir heyrantæki. Ég sat rétt hjá ,,eldhúsinu" og dáðist að flugfreyju þar sem vann mjög hratt þar allann tímann við að útbúa mat, ganga frá og sinna óskum farþega. Aðrir áhafnarmeðlimir voru einnig mjög duglegir. Áhafnarmeðlimir í þessu flugi voru frá ellefu löndum, en flugfélagið leggur áherslu á alþjóðlega áhöfn og mér skilst að þar starfar fólk frá um 130 löndum.       


mbl.is Undirbúningur flugfreyjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband