Rangt að bíða eftir að bíll fyllist af sjó

Það er gott að vekja athygli á mikilvægi bílbelta, en það er rangt að menn eiga að bíða rólega eftir að bíll fyllist af sjó. Ég byggir þetta á Hollenskri rannsókn og reynslu mína við að kafa eftir bílum, sem hafa farið í sjóinn. Menn eiga strax að reyna að komast út. Best að opna hliðarrúðu. Ef menn bíða eftir að bíll fyllist á sjó, t.d. þegar hann er sokkinn er hætt á að menn sprengi í sig hljóðhimununar þannig að jafnvægisskyn brenglast. Það er mjög erfitt að sjá með berum augum í sjó sérstaklega ef sjór er mengaður. Einu sinni var ráðlegt að anda að sér loftbólu undir þaki áður en farið er út, en það stenst ekki raunveruleikann. Ég kafaði oft niður á bifreiðum í höfnum, sem höfuðu lent á hvolfi og þá voru hurðir pikfastir í leðju og gat verið erfitt fyrir okkur að ná ökumenn eða farþega út, sem því miður reyndust látnir þótt að allt var reynt til þess að bjarga þeim. Ef það tekst að komast út úr sokkinni bifreið, þá getur verið erfitt að synda upp á yfirborðið m.a. vegna þess að blautur fatnaður þyngir mann. Árið 1982 skrifaði ég meðfylgjandi grein í Morgunblaðinu um tilraunir sem Hollensk rannsóknarstofnun gerði með því að draga 45 bifreiðir fram af bryggjum.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=118630&pageId=1555541&lang=is&q=eki%F0%20fram%20af%20bryggju%20Kristj%E1n%20H%20Kristj%E1nsson

 


mbl.is Misstu bílinn í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband