Frumleg og dugleg

Rétt eftir bankahrunið hlýddi ég á nokkra flyta erindi m.a. Ingibjörg. Hún sagði m.a. að fyrir hrunið hugðist hún vinna í banka en eftir að þeir fóru á hausinn spurði hún kennar sinn í MBA náminu hvað hún ætti að gera. Hann hvatti hana til þess að skapa sér sjálf vinnu. Hún stofnaði þá fyrirtækið ASSA með aðsetur í Trékýlisvík. Mér fannst hugmynd hennar frumleg og þegar ég var á ferðalagi um Vestfirði um helgina þá fékk ég mjög vandað kort af svæðinu, sem hún hafði gert í samstarfi við Kaffi Norðurfjörður. Einnig sá ég sýningu á Hólmavík sem hún annaðist uppsetningu á sem heitir ,,Stefnumót á Ströndum”, þar sem kynnt eru fyrirtæki á svæðinu. Mér finnst það sem Ingibjörg hefur verið að gera mjög jákvætt dæmi um hvernig kreppan hefur leitt til þess að ný störf hafa skapast, sem nýtist mörgum eins og í þessu dæmi ferðaþjónustu í Árneshreppi. Ingibjörg er greinilega frumleg og dugleg, sem mun reynast strandamönnum vel.
mbl.is Ráðin sveitarstjóri á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband