Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
25.4.2017 | 20:36
Enginn afsökun er fyrir svívirðlega hegðun United Airlines
Það að víkja einhverjum farþegum úr vélinni til að hafa pláss fyrir starfsfólk fyrirtækisins sannar að flugfélagið er algjörlega óhæft til þess að sinna farþegaflugi en gæti etv. sinnt fangaflugi.
Segjast hafa beitt lágmarksvaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2017 | 22:20
Hætta á tjóni á auðlindum okkar vegna olíumengunar.
Samkvæmt 4. gr. laga nr. 41/1979 hef Ísland innan efnahagslögsögunnar fullveldisrétt m.a. að því er varðar verndun hafsins og auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni. Með því að hreyfa við stóru skipsflaki á hafsbotni er hætta á að olía leki úr því sem getur valdið mengun hafsins og tjóni m.a. sjávarlífverum sem eru auðlind okkar. Þess vegna finnst mér viðbrögð LHG sjálfsögð auk þess að sem augljósar upplýsingar bárust frá skipinu um tilgang rannsóknar.
Á sá fund sem finnur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var á þessum flotta og mikilvæga fyrirlestur hennar. Hún minnti mig á bestu bók sem ég hef lesið um trú sem er Why Faith Matters eftir Rabbi David J. Wolpe, sem var valinn áhrifamesti Rabbi í Bandaríkjunum af Newsweek Magazine (2012) og einn af 50 áhrifamestu gyðingum í heiminum af Jerusalem Post (2012). Hann skrifaði bókina eftir að hann fékk heilakrabbamein en þar stendur m.a.: I often told children the story of a man who stood before God, his heart breaking from the pain and injustice in the world. Dear God he cried out Look at all the suffering, the anguish and distress in Your world. Why don´t you send help? God responded: I did send help. I sent you. - Ég hef tekið eftir að stundum þegar mjög hæfileikaríkt fólk verður fyrir alvarlegum veikindum eða slysum þá fara þeir að beita sér almennt fyrir fólk sem lendir í slíku og jafnvel koma á verulegum umbótum. Vegna þess að hún er lögfræðingur og þekkir vel starfsemi ríkis og sveitarfélaga þá gæti hún etv. komið á fyrirkomulagi með kerfisbundnu trausti til þess að auðvelda þeim sem eru með heilasjúkdóma að lifa ágætis lífi án þess að fást við flókin kerfi m.a. afla sér heilbrigðisþjónustu, bætur, elliheimili, gera skattaframtöl og margt fleira sem er auðvelt fyrir heilbrigða. Sumir hafa ekki fjölskyldu sem geta hjálpað þeim. Því miður er óáreiðanleiki mjög algengur hérlendis og þess vegna nefni ég kerfisbundið traust, en ég sá bók um slíkt eftir Bruce Schneier fyrir nokkrum árum.
Rúmlega fimmtug með Alzheimer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2016 | 23:13
Heræfing 1983 orsakaði næstum því kjanorkusprengjuáras skv. glænýjum upplýsingum.
Heræfingar Rússa og Bandaríkjanna geta verið stórhættulegar eins og árið 1983 skv. upplýsingum sem birtust í þessum mánuði. Sjá nánar hér.
Umfangsmiklir herflutningar Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2016 | 20:00
Franskt veggspjald sem sýnir viðbrögð við hryðjuverkum.
Ég tók mynd af þessu veggspjald s.l. vor í París. Sjá einnig myndbönd hér á link hér að neðan.
http://www.gouvernement.fr/reagir-attaque-terroriste
Hann var hryðjuverkamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2016 | 11:16
Fransk veggspjald sem sýnir viðbrögð við hryðjuverkum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2016 | 08:49
Fær nær Alþingi vegna þess að tré vaxa.
Ég skil mjög vel að stærra svæði var girt af vegna skrílsláta í fyrra, en ég held að aðalvandamálið er að tré vaxa eins og sést þegar bornar eru saman þessa mynd við Austurvöll í dag og fyrir nokkrum árum. Einfaldast að færa aðalvettvanginn að Alþingishúsinu. Forsetinn getur eins og vanalega lagt blómsveig við styttuna og síðan gengið að húsinu, etv. hafa pall sem er í sömu hæð og dyrnar að húsinu. Þannig sjást atriði enn betur. Á pallinum getur fjallkonur síðan flutt ljóð og kórar sungið.
Myndirnar sjást í grein Egils Helgasonar:
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2016/06/17/litil-reisn/#.V2RHst8XgPg.facebook
Undrast lokanir lögreglu á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2016 | 20:07
Taka til fyrirmynda sjúkrahús í Chile
Ég þurfti að leggjast inn á spítala á Chile fyrir nokkrum árum. Mér fannst mjög gott að þar var sérstakur starfsmaður sem annaðist samskipti við útlendinga, m.a. að útvega túlk og aðstoða í samskiptum við erlend tryggingafélög. Ég þurfti stundum að ná samband við sérfræðilækni minn, sem var mjög upptekin og reyndist vel að fá þennan alþjóðafulltrúa til að miðla upplýsingum. Hann starfar einnig sem sendifulltrúi Bretlands og þekkir þess vegna vel alþjóðasamskipti.
14.303 ferðamenn komið á bráðamóttöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2016 | 05:51
Á móti frumvarp stjórnarskrárnefndar
Ég er móti eftirfarandi: ,,Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum verða ekki borin undir þjóðina samkvæmt þessari málsgrein.". Einkum varðandi þjóðréttarskuldbindingar.
Hver er munurinn á tillögunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2016 | 22:12
Ég óttast utanríkisstefnu Íslands.
Frá að Davíð og Halldór lýstu yfir í Morgunblaðsviðtali að þeir styddu árás Bandaríkjanna á Írak hef ég óttast afskipti Íslenska ríkisins af alþjóðarstjórnmálum. Árásin á Írak hefur valdið miklum hörmungum íbúa þess og annarra. Einnig hefur árás NATO á Líbíu einnig valdið miklum hörmungum. Upplýsingar sem koma fram í tölvupósti, sem fannst hjá Hillery Clinton, leiðir í ljós margt grunsamlegt varðandi árásina á Líbíu. Þessar árásir hafa meðal annars leitt til stofnun Daesh (einnig kallaði ISIS og ISIL). Við berum siðferðislega ábyrgð á ódæðisverkum ,,vestræna vinarþjóða" og vegna þess að við sækjumst eftir aðild að þeim getum við vænst gagnárásar frá fornarlömbum þeirra.
Samkvæmt efirfarandi úr samantekt utanríkisráðuneytisins: ,, Að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja teldist meiriháttar frávik frá utanríkisstefnu Íslands og væri ábyrgðarhluti sem kallaði, í besta falli, á gagnrýnar spurningar vinaþjóða um vegferð íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum. Þá myndi orðspor Íslands sem traust bandalagsríki bíða hnekki." Samvæmt þessum eigum við bara að hlýða og styðja ódæðisverk þeirra sem ráða í vestrænu samstarfi. Varðandi vinaþjóðir þá erum við að styðja þvingunaraðgerðir ríkja, sem beita okkur þvingunaraðgerðir gegn Rússland, sem hefur reynst okkur vinarþjóð.
Það er margt undarlegt í þessu máli. Sigmundur mun hafa sagt í viðtal við Bylgjuna að ,, Ísland hafi fylgt með sem þátttakandi í þvingununum, með vísan til EES-samningsins, líkt og hafi gerst í tugum eða hundruðum tilvika frá því að Ísland varð aðili að EES-samningnum." Erum við skyldugir skv. þessum samningi að taka þátt í þvinganir vegna pólískra rétthugsunar hjá ESB? Ég sá í erlendum fréttum að Bandaríkin beita ESB miklum þrystingi að vera með þessar þvinganir. Getur Bandaríkin virkilega kúgað ESB og í hverju felst þessi þrýstingur? Joe Biden, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftirfarandi: ,, It was Americas leadership and the president of the United States insisting, oft times almost having to embarrass Europe to stand up and take economic hits to impose costs." Hvaða þjóðir völdu Bandaríkin til þess að vera með ,,leadership" og hvernig var sú ákvörðun tekin. Hafa Bandaríkin beitt okkur þrýsting í þessu máli? Bandaríkjastjórn reyndu að beita okkur pólítískum þrystingi vegna hvalveiða, m.a. með því að láta sendiráðið hafa milligöngu um $36,500 styrk til IceWhale, sem er etv. brot á 41. gr. laga um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband 1971 nr. 16/1971. - Hvernig myndi Bandaríkjastjórn bregðast við ef líkur væru á að Rússar tæku yfir höfuðstöðvar Kyrrahafsflotans á Hawaiieyjum? Höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands eru í Sevastopol á Krímskagann. Eftir valdaránið í Úkraníu var talinn hætta á að landið myndi ganga í NATO, sem myndu taka yfir höfuðstöðvarnar. Vegna staðsetningar hefur Sevastopol gegnt mikilvægu hernaðarhlutverki fyrir Rússland & Sovétríkin frá 1783. Hvað hefði Pútín átt að gera? Ágætt að rifja upp að eftir valdaránið í Úkraníu komust þrír félagar í Svoboda flokknum í ríkisstjórnin. Þessi flokkur hefur skipulagt hátíðarhöld Waffen-SS Galicia Division, þar sem þáttakendur hrópuðu ,,einn kynþáttur, ein þjóð, eitt föðurland". Skiljanlega urðu margir Rússar og gyðingar hræddir.
Myndi skaða orðspor Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)