4.10.2010 | 23:24
Ráðist á bíl Steingríms J. Sigfússonar
Ég sá þegar ráðist var á ráðherrabíl Steingríms J. á Lækjargötu með spörkum og höggum, þegar hann var að fara heim í kvöld. Nákvæmlega eins og þegar ráðist var á ráðherrabíl Geirs Haarde fyrir tveimur árum. Meira segja á sömu götu. Ég held að þeir hafa báðir reynt að vinna fyrir þjóð sína skv. bestu samvisku eftir hrunið, en etv. er vandinn það stór og úrræðin það fá að það skiptir ekki máli hvort það er hægri eða vinstri stjórn hér. Mér leist vel á hugmynd Framsóknarflokksins skömmu eftir hrunið um jafna afskrift af lánum og hefði það etv. komið í veg fyrir ónægju með að sumir sumir fá afskriftir og aðrir ekki. Er að velta fyrir mér hvort það er til betra stjórnarfyrirkomulag í öðru ríki, sem við getum tekið til fyrirmyndar eða hvort einhver fær frábæra hugmynd um slíkt.
Rúður brotnar í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur heldur örugglega að fólkið hafi verið að fagna sér.
Viggó Jörgensson, 5.10.2010 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.