Vandinn og lausnir

Ég vil að Alþingi verði þannig vinnustaður að hæfustu einstaklingar vilja vinna þar og nýta menntun sína og reynslu til þess að bæta þjóðfélagið. Því miður virðist mjög slæmur starfsandi vera á Alþingi. Alþingismenn svívirða hvorn annan og eru í sífelldu þrasi. Þeir þurfa að sitja þröngt, hlustandi á langar og leiðinlegar ræður. Þeir fá á sig mjög persónulega gagnrýni frá almenningi og verst er þegar börn þeirra verða fyrir einelti vegna starfs þeirra. Ég var sjálfboðsliði á Þjóðfundinum 2009 og kom það mér skemmtilega á óvart að sjá hve allir unnu vel saman m.a. andstæðingar í stjórnmálum. Það væri gott ef Alþingi gæti starfað þannig. Vandamálið er etv. að það þarf alltaf að skipta þingmönnum í tvö lið, stjórn- og stjórnarandstöðu, sem berjast síðan um atkvæði kjósanda í næstu kosningum. Ég vonar að á Stjórnlagaþinginu muni koma fram góðar hugmyndir um hvernig hægt er að breyta stjórnskipun hérlendis til hins betra. Stjórnarskráinn var samin áður en það var búið að finna upp Internetið þannig að miðlun upplýsinga og samskipti almennings við Alþingi var með allt öðrum hætti. Nútíma stjórnaskrá þarf að taka mið af þessum breytingum.     
mbl.is Einungis 9% bera mikið traust til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband