Bankar í BNA græða á skattaskuldum

Vegna þess hvernig margir bankar og önnur fjármálafyrirtæki höguðu sér, m.a. með undirmálslánunum, sem leiddi til kreppunar þurfti að hækka skatta. Núna hafa nokkrir bankar fundið leið til þess að græða leynilega á þessum sköttum, með því að láta félög sín kaupa skattaskuldir á uppboðum og innheimta síðan með mikla hörku. Það hefur leitt til þess að fólk hefur misst heimili sín og lent á götuna.

Myndband:

Sjá nánar hér:

http://www.thetradingreport.com/2010/10/21/the-big-wall-street-banks-have-found-a-new-way-to-strangle-the-american-people-predatory-property-tax-collection/


mbl.is G20 ná samkomulagi um bankareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða dag vaknar heimurinn upp við það að G-6-8-20 löndin hafa ekkert gert hinum bágstöddu  þjóðum til hjálpar.  Afhverju slefa allar vestrænar þjóðir að komast á fundi hjá þessum glæpamönnum.  Þeir arðræna fátækar þjóðir með alþjóðasjóðinn í broddi fylkingar.  Gaman verður að sjá hvernig  lyktar glímunni hjá samfylkingunni og alþjóðagjaldeyrissjóðnum, það er ekki útséð enn.  En ég veðja á gjaldeyrissjóðinn

J.þ.A. (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Vegna þess að þú fjallar um aðstoð við bagstaddar þjóðir þá er ég einmitt að lesa tvær bækur, sem ég keypti í Afríku s.l. vetur um þróunaraðstoð þar. Báðar eru eftir fyrrverandi starfsmenn Alþjóðarbankans og bækurnar heita svipuðum nöfnum: ,,The trouble with Africa. Why foreign aid isn´t working” eftir Robert Calderisi og ,,Dead Aid. Why aid is not working and how there is another way for Africa.” eftir Dambisa Moyo. Þeir gagnrýna þróunaraðstoð, sem nýtist oft ekki m.a. vegna spillingar. Þótt að kínverjar eru oft gagnrýndir fyrir samskipti sín við Afríku þá fannst mér merkilegt að lesa kafla í síðarnefndu bókinni sem heitir: ,,The Chinese are Our Friends”, þar sem höfundur færi rök fyrir því að kínverjar hafa gert mun meira gagn en alþjóðarstofnanir og mörg vestræn ríki.  

Kristján H. Kristjánsson, 23.10.2010 kl. 15:20

3 identicon

Við hljótum að vera sammála um Kínverja og þeirra hjálparaðstoð.                   það sem ég furða mig á er?  Hvað er það sem gerir það að verkum að allir líta í lotningu á þessi G 6-8-20 löndin, og býsnast yfir þeirra fundum . Hvaða niðurstöðu þeir hafa fengið.(Sem ég er nú ekki farin að sjá sprota á.) Þessi heilaþvottur í blöðum og útvarpi er fyrir neðan allar hellur.  Nauðsynlegt er að fletta ofanaf svona liði sem græðir á óförum annarra.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 17:14

4 identicon

Já það er nauðsynlegt að fletta ofan af þessu og það ríður á að við sameinumst og skipuleggjum okkur og förum virkilega ofan í saumana á AGS og ekki síst ESB og könnum bakgrunn þeirra sem eru að semja við okkur og gröfum upp hvað eina sem getur styrkt okkar stöðu.

Það besta væri ef við fyndum ekkert nema heiðarleika, en ég trúi því ekki fyrr en ég sé það. Þekkiði einhverja hagfræðinga, lögfræðinga og stjórnmálafræðinga t.d. sem geta hjálpað?

Og þegar þið hafið tíma, þá er mjög áhugaverð heimildarmynd á YouTube sem heitir The Secret Of Oz sem útskýrir hvernig bankar í einkaeigu eru smám saman að taka yfir heiminn og það er alls ekkert nýtt, það hefur verið reynt nokkrum sinnum í sögunni og alltaf mistekist þegar það koma kreppur og fólkið fær nóg;

http://www.youtube.com/watch?v=U71-KsDArFM

Baráttan er bara rétt að byrja og við munum vinna!

H. Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 07:42

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já berjumst gegn bankamafíunni! Það eru við sem erum lýðræðið og höfum völdin því að enginn má við margnum!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 12:40

6 identicon

Vissulega og ég veit ekki með ykkur, en ég man ekki til þess að skattgreiðendur á Íslandi hafi skrifað undir sjálfsábyrgð fyrir Icesave.

H. Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband