Virðing fyrir Alþingi, þjóðlegum táknum og æru manna

Mér fannst hið fróðlega viðtal í gær í Návígi við Gudmund Odd Magnusson um virðingarleysi fyrir Alþingi og þjóðlegum táknum minna mig á fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, fyrr um daginn þar sem hann fjallaði um hvað má og má ekki við ritun ævisagna. Hann sagði m.a. að áður fyrr var mun algengara að menn unnu ærumeiðingarmál vegna fullyrðinga, sem þættu ekki alvarleg í dag. Mér sýnist þess vegna að virðing fyrir þjóðlegum táknum og æru manna hafa samhliða farið minnkandi. Guðni vitnaði í Snorra Sturluson í Reykholti, sem ritaði að oflof getur orðið háð, sem minnir mig á þegar Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að það virkaði sem háð þegar þingmenn ávörpuðu hvorn annan sem ,,hávirðulegur”. Mér finnst að þegar menn segjast sækjast eftir virðingu eða séu metnaðarfullir, sem hljómar svipað, þá hafi það þveröfug áhrif. Ég held þess vegna að ef menn standa sig frábærlega vel þá munu þeir öðlast það viðmót annarra, sem telst virðing án þess að það sé nefnt á nafn. Kvennalið Gerplu er síðasta dæmið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband