11.12.2010 | 10:08
Nobelsverðlaunin vegna ruglings í minningagrein um bróðir Alfred Nobels
Þegar ég heimsótti safn um Alfred Nobel í Bofors vopnaverksmiðjuna í Karlskoga, Svíþjóð, las ég um aðalástæðuna fyrir því að hann ákvað að stofna til verðlaunar í sínu nafni. Hann hafði lesið minningagrein í frönsku dagblaði um Ludvig bróður sinn og sá sem skrifaði hana ruglaði saman Alfred og Ludvik þannig að hún fjallaði í raun um Alfred þar sem hann var kallaður ,,sölumaður dauðans og að hann hafi grætt á því að þróa aðferð til þess að drepa sem flesta á sem skemmstum tíma. Minningagreinin hafði það mikil áhrif á Alfred og hafði hann áhyggjur af ímynd sína og þess vegna ákvað hann að skrifa erfðaskrá þar sem kemur fram að nota á eignir hans til þess að veita verðlaun.
Liu hylltur í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
hér í noregi var á dögunum sjónvarpsþáttur um friðaðarverðlaunahafann árið 2006 sem var indverji sem stofnaði banka til hjálpar fátækum.Það kom fram að þessi banki lánar með 30-200% vöxtum og er í raun bara sniðuð viðskiptahugmynd indverjans(glæpastarfsemi).Fjallað var líka um tilraun stjórnvalda í noregi í gegnum sendiherra sinn á indlandi til að hafa uppi á fé sem lánað hefur verið þessum banka en virðist hafa gufað upp.Formaður Nóbelverðlaunanefndarinnar norsku fer undan í flæmingi.Þetta gefur óneitanlega tilefni til að efast um vinnubrögðin hj´þessari nefnd.En að sjálfsögðu trúi ég því ekki að kínverjinn hafi ekki allt sitt á hreinu.
josef Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.