Hvað landsliðið getur lært af Sun Tzu

Það kom mér á óvart í dag að lesa í sunnudagsblað Morgunblaðsins lýsingu á hvernig upptökur af leikjum annarra liða eru notaðar áður en landsliðið leikur gegn þeim. Sun Tzu (722–481 BC) ritaði ,,The Art of War”, sem eru elstu leiðbeiningar í hernaðarlist, en þar stendur m.a. í enskri þýðingu: ,,If you know the enemy and know yourself, you need not fear the result of a hundred battles.  If you know yourself but not the enemy, for every victory gained you will also suffer a defeat. If you know neither the enemy nor yourself, you will succumb in every battle.” Þess vegna finnst mér að landsliðið á ekki að fjalla opinberlega um hvernig það undirbýr sig undir leikir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mjög góð og áreiðanlega þörf ábending. Það að vera "orðvar" hefur ávallt verið í hávegum haft.  Maður þarf ekki að fara lengra en í "Hávamál" til að finna slíkar ábendingar, t.d., "að segja ekki hug sinn allan" nema þörf sé á.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 22.1.2011 kl. 22:36

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Ég vissi ekki að þetta kemur einnig fram í Hávamál. Ég las mjög áhugaverða grein í Lesbók Morgunblaðsins, 8 maí 1955, þar sem dr. Símon Jóh. Ágústsson er með hugleiðingar um Hávamál frá sálfræðilegu og siðfræðilegu sjónarmiði. Fékk greinina hjá Ásatrúarfélaginu, þegar þeir voru með opið hús fyrir nokkru.

Kristján H. Kristjánsson, 22.1.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband