25.1.2011 | 21:05
Varasamt að auðlindirnar verði í þjóðareign?
Það gæti virst í fljótu bragði sjálfsagt og saklaust að auðlindirnar verði í þjóðareign skv. stjórnarskrá, en mér finnst eitthvað grunsamlegt við þetta. Með þjóðareign er etv. átt við eign ríkisvaldsins, en mér finnst að einstaklingar sem mynda þjóðina og ríkisvald ekki það sama. Fyrir mér er hlutverk ríkisvaldsins að þjóna almenningi. Ef það kæmi fram að auðlindirnar væru í þjóðareign og ef ríkisstjórnin hefði náð vilja sínum í gegn um að íslenska ríkið afsali sig friðhelgi eigna sinnar, sbr. Þskj. 204 136. mál. vegna Icesave, þá held ég að bretar og hollendingar gætu eignast auðlindirnar. Ef ríkisvaldið fær auðlindirnar, þá fæ hún mikið svigrúm til þess að gangast undir kröfum ESB um að hleypa öðrum ríkjum í hana. Tilgangur ESB er að verða eins og BNA. Núna síðast er sameiginleg utanríkisstefna skv. Lissabonsamningnum, þannig að etv. verða sendiráð einstaka ríkja verða lögð niður og líklegast mun einstök ríki í ESB hafa enn minna sjálfræði. Vegna erlendra skulda ríkisins gæti það neyðist til þess að veita erlendum aðilum afnotarétt til langs tíma af auðlindum okkar m.a. fiski og orku. Einnig er ég að velta hvort að ríkið þarf ekki að borga storfé í bætur til einstaklinga, sem hafa t.d. keypt stöðuvötn og ár þar sem er mikið af siglingi og lax, auk annarra auðlinda sem eru í einkaeign.
Íhaldið er skíthrætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
"Þjóðareign" úr munni samfylkingarinnar er ekkert annað en ríkiseign.
Það er hrein og klár lygi þegar orðið "þjóðareign" er notað um það að færa eitthvað í eigu ríkisins. Hér er hreinræktaður sósíalismi á ferðinni þar sem eignarréttur einstaklingsins er afnuminn og ætlunin að koma á sameignarstefnu að fyrirmynd sovétríkjanna þar sem forræði yfir öllum auðlindum hvíli í höndum fárra stjórnmálamanna sem enga þekkingu hafa og allt snýst um valdabaráttu.
Njáll (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.