Skortur á samkeppni á milli Evrópuríki

Ég er að lesa bókina: ,,From Wall Street to the Great Wall” m.a. eftir Burton G. Malkiel, sem ritaði bókina: ,,A Random Walk Down Wall Street”, sem oft er notuð í frjárfestingafræðum. Í bókinni um Kína kemur fram að kínverjar voru mjög framalega í nýsköpun, en eftir að Qin Shi Huang (259-210 BC) sameinaði öll ríkin þar í eitt sem varð öflugasta ríki heims, dróg úr þessu. Höfundur telur að ástæðan hafi m.a. verið sú að samræmd stjórnun var þar, en þar á móti í Evrópu var mikið um nýsköpun vegna samkeppni á milli ríkja. Mér dettur í hug að hættan hjá ESB er að það vantar þessa samkeppni á milli ríkja, sem mun draga úr nýsköpun. Vegna þess að bæði finnar og írara hafa lagt áherslu á tækni er mjög óeðlilegt að finnar þurfa að taka þátt í að lána írum peninga í stað þess að þeir séu í samkeppni sem kný þá til nýsköpunar.   
mbl.is Reynt að bjarga Grikkjum frá greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband