Skype og Facebook

Í nýjustu útgáfu af Skype er flippi fyrir Facebook, þar sem hægt er að skrá hvað maður er að gera. Þeir eru þegar komnir í samstarf:

http://www.skype.com/intl/en/features/allfeatures/facebook/

Kannski á að kynna nánara samstarf á þessum fundi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórsson

Það liggur beinast við að þeir þurfi að snúa bökum saman til að reyna að drepa niður samkeppnina frá Google, orðrómurinn segir það að nýja Google+ verði með samtvinnaða möguleika Facebook og Skype, þ.e. þú munir geta spjallað við vini þína með hjálp myndbandstækninnar (rétt eins og þú værir á Skype).

Sigurjón Þórsson, 3.7.2011 kl. 12:34

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Sigurjón - Meðal annars af öryggisástæðum vil ég ekki samtengja t.d. Skype og Facebook. Það sem mér finnst verst er nýjasta útgáfan af Yahoo Mail. Ég er búinn að nota það kerfi í mörg ár og hefur það reynst vel, nema stundum þá lendir póstur frá mér í spamfilter. Með nýjustu útgáfu vil Yahoo að maður samþykkir að þeir skanna allan póst m.a. til þess að velja viðeigandi auglýsingu. Mér er sama þótt að Facebook gerir það vegna þess að þar skrifar ég eins og fyrir opinberan fjölmiðil, sem sé engin spennandi leyndarmál. Þar á móti notar ég Yahoo fyrir minn einkapóst og er mjög ósáttur við að hann sé skannaður. Hef í raun ekki hugmynd um hvaða afleiðingar það getur haft þótt að Yahoo reynir að sannfæra um að það sé hættulaust. Auk þess hef ég lesið að mjög margir hafa ekki komist í póstinn sinn eftir að þeir uppfærðu í nýja póstkerfið. Etv. vegna þess að tölvurnar einbeita sér að því að skanna póst í stað þess að miðla honum. Samkeppni er oft til góðs, en getur verið hættuleg.

Kristján H. Kristjánsson, 3.7.2011 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband