Mælirinn fullur!

Ég er stórhneykslaður á því að Jóhanna hefur ekki tíma til þess að hitta forsætisráðherra öflugasta efnahagsríki heims, sem ávallt hefur reynst okkur vinveitt, í tilefni 40 ára stjórnmálasambands okkar. Hún er of upptekin við að klúðra málum t.d. í stað þess að samþykkja frumvarp um olíuleit þá eyddi hún tíma Alþingis í að valda uppnámi í undirstöðuatvinnuveg okkar með ótrúlegu óvönduðum vinnubrögðum. Jón Egill Egilsson, sendiherra, sagði að það sé rangt í Morgunblaðinu að Jóhanna hafi hafnað því að opinber heimsókn forsætisráðherrans yrði um miðjan júlí. Vegna þess að einkenni ríkistjórnarinnar hefur verið spuni og lygi tek ég því miður meira mark á kínverskum stjórnvöldum en íslenskum. Jón viðurkennir að ekki hafi ,,verið fundinn dagsetning sem hentar báðum aðilum.” Auðvitað á Jóhann tíma til þess að hitta Wen Jiabao og hefðu hún átt að samþykkja það fyrir löngu til þess að hægt væri að undirbúa heimsóknina sem best. Þegar Reagan og Gorbi hringdu í Steingrím og spurði hvort þeir mættu hittast á Íslandi eftir um tíu daga, þá sagði hann já og gekk strax í að skipuleggja heimsókina, sem hann kunni vel sem verkfræðingur. Því miður hefur Jóhann hvorki menntun né leiðtogahæfileika til þess að vera forsætisráðherra.  Ég tel að í raun er Kína öflugasta efnahagsveldið vegna þess að það á miklar eignir og getur lánað Bandaríkjunum og Evrópu, þar á móti er talað um að Bandaríkin fari í greiðsluþrott ef þau geta ekki tekið meira lán. Jóhanna virðist telja að einungis ESB skipta máli, en gerir sér ekki grein fyrir að líklegast mun Kína bjarga ESB. Eins og kemur fram í meðfylgjandi sjónvarpsþætti þá telur Sang Ho, prófessor í hagfræði við Lingnan háskólann í Hong Kong, að Kína muni leggja meiri áherslu á fjárfestingar í Evrópu en í Bandaríkjunum.http://english.aljazeera.net/programmes/insidestory/2011/06/20116287348642872.html
mbl.is Forsætisráðherra Kína kom færandi hendi til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað var hún að gera sem var svo mikilvægt?

Lágmark að fá svar við svo einfaldri spurningu.

R (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 12:28

2 identicon

Þú ætlar náttúrulega ekkert að vinna fyrir pengunum þínum, heldur verða þurftarlingur, sem tekur bara við peningum frá Kína og lætur svo stórt ofan í þig á eftir.

Hvernig heldur þú, að Kína hafi hlotnast allur þessi gjaldeyrisforði? Er enginn spurning í hausnum á þér, frekar en þegar Ísland var að stela frá ellilífeyrisþegum í Hollandi og Bretlandi? Ætlarðu aftur á fyllerí, fullur af peningum frá Kína?

Þú ættir að hugsa svolítið fram fyrir nef þér ... og ekki vera eins og mella, tilbúinn í allt ... fyrir slikk.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 18:18

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Ef þú lest blogg mitt vandlega þá sérðu hvergi að við eigum að vera þurfalingar. Það er einmitt munurinn t.d. á Vesturlöndum og Kína í Afríku. Vesturlönd hafa komið fram við Afríkubúa eins og þurflingar og getur þú t.d. lesið um það í tveimur bókum eftir fyrrverandi starfsmenn Alþjóðarbankans og bækurnar heita svipuðum nöfnum: ,,The trouble with Africa. Why foreign aid isn´t working” eftir Robert Calderisi og ,,Dead Aid. Why aid is not working and how there is another way for Africa.” eftir Dambisa Moyo. Þeir gagnrýna þróunaraðstoð, sem nýtist oft ekki m.a. vegna þess að það dregur úr sjálfsbjargarviðleitni. Í síðarnefndu bókinn er kafli sem heitir: ,,The Chinese are Our Friends”, þar sem höfundur færi rök fyrir því að kínverjar hafa gert mun meira gagn en alþjóðarstofnanir og mörg vestræn ríki. Svipað kemur fram í nýlegum þætti frá BBC um kínverja í Afríku. Fyrir utan að hafa skapað fjölda nýrra starfa hafa þeir komið á samkeppni og aðkoma þeirra einkennist af alþjóðaviðskiptum.     

Varðandi gjaldeyrisforðan þá fluttu m.a. Bandaríkin mikið af framleiðsla til Kína vegna þess að þar var ódýrara vinnuafl. Það leiddi síðan til atvinnuleysis og glötun verkkunnáttu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa tekið mjög há lán hjá kínverjum og hafa verið miklar deilur í þinginu um að taka enn meiri lán til þess að reyna að bjarga efnahaginum. Flutning framleiðslu til Kína hefur dregið verulega úr fátækt þar. Vegna þess að vinnuafl er að verða dýrara er byrjað að flytja framleiðsl til Víetnams, Kambódíu og Laos, sem mun vonandi einnig leiða til batnandi lífskjara í þessum löndum.

 

Ég tel að íslendingar eiga að leggja góð samskipti við Kína ásamt öðrum ríkjum m.a. í viðskiptum og menningu.  

Kristján H. Kristjánsson, 7.7.2011 kl. 20:31

4 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Ef þú lest blogg mitt vandlega þá sérðu hvergi að við eigum að vera þurfalingar. Það er einmitt munurinn t.d. á Vesturlöndum og Kína í Afríku. Vesturlönd hafa komið fram við Afríkubúa eins og þurflingar og getur þú t.d. lesið um það í tveimur bókum eftir fyrrverandi starfsmenn Alþjóðarbankans og bækurnar heita svipuðum nöfnum: ,,The trouble with Africa. Why foreign aid isn´t working” eftir Robert Calderisi og ,,Dead Aid. Why aid is not working and how there is another way for Africa.” eftir Dambisa Moyo. Þeir gagnrýna þróunaraðstoð, sem nýtist oft ekki m.a. vegna þess að það dregur úr sjálfsbjargarviðleitni. Í síðarnefndu bókinn er kafli sem heitir: ,,The Chinese are Our Friends”, þar sem höfundur færi rök fyrir því að kínverjar hafa gert mun meira gagn en alþjóðarstofnanir og mörg vestræn ríki. Svipað kemur fram í nýlegum þætti frá BBC um kínverja í Afríku. Fyrir utan að hafa skapað fjölda nýrra starfa hafa þeir komið á samkeppni og aðkoma þeirra einkennist af alþjóðaviðskiptum.     

Varðandi gjaldeyrisforðan þá fluttu m.a. Bandaríkin mikið af framleiðsla til Kína vegna þess að þar var ódýrara vinnuafl. Það leiddi síðan til atvinnuleysis og glötun verkkunnáttu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa tekið mjög há lán hjá kínverjum og hafa verið miklar deilur í þinginu um að taka enn meiri lán til þess að reyna að bjarga efnahaginum. Flutning framleiðslu til Kína hefur dregið verulega úr fátækt þar. Vegna þess að vinnuafl er að verða dýrara er byrjað að flytja framleiðsl til Víetnams, Kambódíu og Laos, sem mun vonandi einnig leiða til batnandi lífskjara í þessum löndum.

 

Ég tel að íslendingar eiga að leggja áherslu á góðum samskipti við Kína ásamt öðrum ríkjum m.a. í viðskiptum og menningu.  

Kristján H. Kristjánsson, 7.7.2011 kl. 20:36

5 identicon

Það mættu fleiri kynna sér málin eins vel og þú Kristján. Það er til háborinnar skammar að Jóhanna skuli ekki hafa tekið á móti svona vinarheimsókn.

Thorey A. Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:27

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við skulum ekki dæma Jóhönnu, hún vill vel en er orðin öldruð og þreytt.

Sigurður Þórðarson, 8.7.2011 kl. 06:32

7 identicon

Ótrúleg vankunnáta Jóhönnu og hroki gagnvart þjóðhöfingja stórveldis. 40 ára vinskapur þjóðanna og hún hefur ekki tíma.

Þórey A. Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband