11.7.2011 | 11:08
IKEA útgáfa af neyðarbrú úr áli
Ég efast ekki um að Vegagerðin muni vinna af fullum krafti við að byggja brú, sem jafnvel klárast innan við tvær vikur.
Vegna þess að þetta getur alltaf komið fyrir aftur og jafnvel annars staðar á landinu væri ágætt að hafa tiltæka neyðarbrú sem hægt væri að flytja á staðinn og setja saman á skömmum tíma. Sumir vilja fá sér brú eins og Bandaríski herinn er með. Mér datt í hug að nýta ál sem er framleitt hérlendis. Hjá Straumsvík er framleitt ál með mismunandi íblöndunarefni eftir því hvað það á að nota það í. Þeir eru etv. með nægjanlega sterkt ál fyrir brú. Margir íslendingar eru miklir hugvitsmenn og mætti hafa samkeppni um að hanna brú, sem flytja má ósamsetta á vettvang og setja þar saman, svipað og IKEA húsgagn. Mót fyrir slíka brú verða auðvitað geymd þannig að hægt er að steypa nýja brú með skömmum fyrirvara.
Ætla að selflytja fólk yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Kristján. Það er rétt hjá þér, að margir hugvitsmenn finnast á Íslandi, og nú á nota þann styrkleika og allar hugmyndir og úrræði frá fjöldanum, til að leysa þessi mál á sem á sem stystum tíma í þessu bráðatilfelli. Þegar þjóðin leggur saman í umræðu um úrræða-hugmyndir, er henni allir vegir færir. Bæði í þessu máli og öðrum. Og mikið er gott að heyra að almenningur er ekki úræðalaus, og dofinn í sjálfsbjargarviðleitninni, sem er lífsnauðsynleg.
En er ekki álið of mjúkt til að bera þungann? Veit ekki hvernig álblöndurnar eru í álverunum, en veit að þær eru margskonar, í sumum þeirra alla vega. Um að gera að skoða allar hugmyndir, út frá öllum hliðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 14:54
Brýr hafa verið byggðar úr áli síðan 1933 og virðist álið nægjanlega sterkt til þess eins og hægt er að lesa um í meðfylgjandi vefsíðum:
http://aluminium.matter.org.uk/content/html/ENG/default.asp?catid=227&pageid=2144417157
http://www.secat.net/docs/resources/Aluminum_Alloys_for_Bridges07.pdf
http://www.virginiadot.org/vtrc/main/online_reports/pdf/00-r5.pdf
http://www.scientific.net/AMR.168-170.1776
http://www.bridge-ci.org/html/bbs/attachments/folder_0903/74v0_Aluminium%20Bridges.pdf
Kristján H. Kristjánsson, 11.7.2011 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.