Bændur bera ábyrgð á kreppum skv. nýrri kennslubók fyrir grunnskóla.

Kennslubókin fyrir unglingastig; ,,Styrjaldir og kreppa – Saga 20. aldar I” var gefin út af Námsgagnastofnun í ár. Þar stendur m.a. á bls. 74: ,,Hvernig verður efnahagskreppa til?” - ,,Myndaröðin sýnir hvernig efnahagskreppa myndast og þróast áfram. Hún er einfölduðu mynd af flóknum veruleika.” - Síðan er eru sex númeraðar myndir settar upp í hring með örvum á milli. Draga má þá ályktun að myndirnar sýna atburðarrás sem hefst með mynd nr. 1: ,,Bóndinn framleiðir meira af vörum en hann getur selt. Hann hefur því minna til að eyða en áður og kaupir minna.” - Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að offramleiðsla bænda orsakar kreppur. Mun algengari er að orsakir kreppur sé taldar vera að bankar lána of mikið fé og of mikil hækkun hlutabréfaverðs.

Vegna þess að fólk telur að það sem það lærði í skóla sé rétt hefur það áhrif á skoðanir þeirra. Þess vegna skiptir miklu máli að kennslubækur séu mjög vandaðar m.a. um sögu og trúarbrögð. Þegar ég var í barnaskóla las ég í ,,Bíblíusögur fyrir barnaskóla” að gyðingar hafa rangt fyrir sér.

http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=745b20fc-2b51-432e-bbad-01e9c5d6a5a6
mbl.is Misnota ekki kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sé ekkert að þessu.

Það er fínt að setja þetta svona upp. Ekki er verið að kenna grunnskólabörnum um flókna fjármálagerninga.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.12.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband