Ég treysti íslensku matvæli best

Það er stundum talað um að matur muni lækka í verði ef við göngum í ESB, en ég tel að heilsa skiptir meiri máli. Ég sá mjög merkilega mynd í gær sem heitir  Food Inc. í ríkissjónvarpinu, en hún fjallar um verksmiðjuframleiðslu á mat og s.l. helgi sá ég 60 Minutes á Stöð 2 um hvernig bragðefni eru búinn til  m.a. til þess að fólk viji borða meira. Það er skiljanlegt að það þarf að beita ýmsum brögðum til þess að framleiða nægjanlegan mat fyrir stórborgir og vegna samkeppni þarf að bæta við efnum til þess að bæta bragðið. Ókosturinn er að þessu fylgir óhollusta m.a. offitu og sykursýku. Á kvikmyndahátíðinni RIFF í haust sá ég sænska heimildarmynd sem heitir ,,Submission” og fjallar um öll þau aðskotaefni sem eru í blóði nútímamanna og hvaða áhrif þau geta haft. Þegar ég kaupi íslensk matvæli á ég auðveldara með að kanna uppruna og meðferð þess, en erlent. Auk þess bragðast t.d. íslenskir tómatar mun betri en þeir erlendu sem eru stundum með undarlegu bragði. Einnig finnst mér íslenskur fiskur oft betri en sá sem ég kaupir erlendis, etv. vegna þess að við blóðgum strax fisk. Þótt að það er eftirlitskerfi með landbúnaði í Evrópu þá hefur það ekki reynst nægjanlega öruggt sbr. þegar a.m.k. 14 létust í Þýskalandi og ekki var hægt að finna út hvaða matvæli og hvaðan orsakaði þetta. Maður, sem þekkir vel til landbúnaðar í Bretlandi, sagði mér að vegna mikils bókhalds vegna eftirlitskerfisins, gætu einungis stórfyrirtæki stundað landbúnað. Matvæli væri í raun ekki ódýrari vegna þess að þau eru niðurgreidd með sköttum.
mbl.is Bann gangi gegn ákvæðum EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf þessi sami hugfsunarháttur hjá íslendingum að allt sem er útlenskt sé vont og íslenskt er best. Þetta er í rauninni öfugt, erlend matvæli eru miklu betri en þau íslensku, þá er ég sérstaklega að tala um þegar kemur að landbúnaðarvörum. Íslensk matvæli eru oftast uppfull af aukaefnum, t.d. er skinka hér ekkert nema vatn og hleypiefni. Nema keypt sé skinka sem kostar offjár. Heilsa íslendinga er einnig ekkert betri heldur en í nágranalöndum okkar þrátt fyrir þetta bann á eitruðu útlensku kjöti.
Fólki á að vera frjálst að velja hvort það vill íslenskt erða útlenskt kjöt. Þeir sem telja útleskan mat vera eitraðan geta áfram keypt óætta dýra íslenska landbúnaðarvöru. Ríkið á ekki að vera að skipta sé af þessu.

halli (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 11:10

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég var fyrir nokkrum árum í bændaferð í Ítalíu, við vorum boðin í heimsók til vínbænda og var okkur þar vel tekið. Fararstjórinn var spurður af hverju okkur væri ekki sýnd mjólkurframleiðslubú, þá sagði farastjórinn að þau hefðu byrjað á að fara í slíkar heimsóknir en sóðaskapurinn hefði gengið svo fram af fólki að því hefði verið hætt.

Hef líka orðið var við það úti ef mjólk er komin á síðasta söludag er hún oft orðin eldsúr. Hef ekki nokkra trú á að landbúnaðarvörur verði ódýrari hér , þó þær væru fluttar inn, þeim getur verslunin ekki skilað aftur þegar þær eru að renna út.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.12.2011 kl. 12:15

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já... mjög örugg matvæli á Íslandi

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/16/kjuklingur_innkalladur_vegna_gruns_um_salmonellu/

Sleggjan og Hvellurinn, 9.12.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband