9.12.2011 | 21:09
Líklegast þarf að breyta vinnulöggjöf og velferðarkerfi í ESB ríkjum til þess að fá lán frá Kína.
ESB sækist eftir fjárhagsaðstoð frá Kína til þess að bjarga evrunni, en Jin Liqun, forstjóri China Investment Corporation, sem er fjárfestingasjóður Kínverska ríkisins, telur það ekki vera arðvænlegt að fjárfesta í European Financial Stability Fund (IFSF), nema breytingar verða gerðar á vinnulöggjöf og velferðarkerfum í Evrópu. Ástæðan er sú að það vantar hvata til þess að vinna, t.d. í sumum ríkjum þarf fólk að vinna til 65 ára aldurs og jafnvel lengur en í öðrum ríkjum getur það farið á eftirlaun 55 ára. Velferðarkerfi er gott til þess að minnka bil ríkra og fátækra ásamt því að aðstoða þá sem eiga bágt. Jin var áður aðstoðarfjármálaráðherra og varaforseti Asian Development Bank. Hann stjórnar 400 milljarðar dollara fjárfestingasjóð ríkisins.
Hér er viðtal við hann:
http://english.aljazeera.net/programmes/talktojazeera/2011/11/2011114434664695.htmlBretar einangraðir í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Kínverjar sækja inn í Evrópu, því það er verið að þrýsta þeim út USA. USA er búið að hóta þeim um að þeir lækki gengi $ ef Kínverjar hætti ekki styrkjum sínum við þeirra gjaldmiðil.
Kínverjar í samvinnu við ESBríki, rembast núna eins og rjúpa við staur að koma s $ Kínverja í skjól inni í EVrópuríkum og þá helst þeirra 17 sem hafa Evru.
ESB hefur aldrei viljað neitt samneyti við Kína, nema þar til að ´skuldakrísan náði inn í þeirra umdæmdi.
Það er erfitt að koma með eitt dæmi um samning á milli ESB og Kína fyrir skuldakreppuna!
Eggert Guðmundsson, 9.12.2011 kl. 21:45
Bandaríkin eru háð lánum frá Kína sbr. heimsókn Joe Biden til Kína til þess að reyna að sannfæra yfirvöld þar um að Bandaríkin gætu borgað skuldir sínar og að óhætt væri að lána þeim meira. Það er aldrei skynsamlegt að hóta lánadrottnum sínum, sérstaklega ef maður þarf að biðja um meira lán. Bandaríkin eru ósáttir við gengi RMB vegna þess að það þjónar ekki hagsmunum þeirra, en það þjónar hagsmunum Kína að ákveðnu marki. Kínverjar vilja fjárfesta í Evrópu, m.a. til þess að dreifa áhættu sem er ávallt mjög skynsamlegt við fjárfestingar. Einnig vegna þess að Bandaríkin styður nokkur lönd gegn Kína vegna ágreinings um hafsvæði, þ.e. Suður Kínahaf þar sem talið er að séu olíulindir. Það er rangt að ESB hefur aldrei vilja samneyti við Kína fyrr en skuldkrísan hófst.
Kristján H. Kristjánsson, 10.12.2011 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.