31.12.2011 | 10:11
Langlífi sjöunda dags aðventeista
Ég hef nokkrum sinnum séð erlendar greinar, m.a. í National Geographic, um langlífi þar sem kemur fram að sjöunda dags aðventeistar eru meðal þeirra langlífustu. Þegar ég var á Gulangyu eyju á Kína s.l. vor, rakst ég af tilviljun á miðstöð sem aðventeistar reka þar og heitir: ,,Adventist Xiamen Meihua Retreat Center. Miðstöðin er í stórri og glæsilegri byggingu sem danski aðventeistapresturinn Anderson byggði sem skóla fyrir stúlkur. Ég fékk að skoða miðstöðina og sá m.a. veggspjöld þar sem er kynnt heilbrigðiskerfi þeirra, sem heitir; ,,New Start, sem stendur fyrir Nutrition Exercise Water Sunlight Temperance Air Rest Trust in God. Aðventeisti hérlendis sagði mér að þeir leggja áherslu á að á hvíldardegi eiga menn að hvíla sig einnig andlega frá daglegum vandamálum. Loma Lind háskólinn í Bandaríkjunum hefur verið með langtímarannsóknir á langlífi aðventeista, sem hægt er að lesa um hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Adventist_Health_Studies
Einnig er hægt að lesa um langlífi, m.a. aðventeista, þar sem er áhugaverð skýringamynd:
http://en.wikipedia.org/wiki/Blue_Zone
Lægri blóðþrýstingur vegna kirkjusóknar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.