2.1.2012 | 09:16
Mikilvægi ,,Bakpokalýðs”
Ég hef stundum orðið var við það viðhorf hérlendis að það borgar sig ekki að fá ,,bakpokalýð hingað vegna þess hve sparsamir þeir eru. Þegar ég var yngri tilheyrði ég ,,bakpokalýðnum og tel að það á að þeir eiga að vera jafn velkomnir og aðrir ferðamenn. Fyrir utan gestrisni og að kynnast fólki fyrir öðrum löndum eru marga ástæður fyrir því. Ég veit að mikið af ungu fólki afla sér tekna á ferðalögum með því að skrifa um þá staði, sem það heimsækir m.a. í Lonley Planet, sem eru mjög vinsælar bækur hjá ferðamönnum. Jákvæðar greinar um Ísland laðar að ferðamenn, bæði þá sem eyða miklu og litlu hérlendis. Auk greina getur verið að nokkrir einstaklingar af þessum ,,bakpokalýði á efnaða ættingja og vini, sem koma hingað vegna þess að einstaklingur mælir með fegurð landsins og gestrisni. Sumir af ,,bakpokalýðnum koma aftur hingað eftir að hafa orðið mjög efnaðir eða háttsettir, t.d. Bill Clinton og frú, Mikið af ,,bakpokalýði er ungt fólk, sem er í háskóla eða hefur lokið BS/BA gráðu og er að velt fyrir sér hvað það á að gera í framtíðinni. Það tekur stundum eftir atvinnumöguleikum, sem heimamenn sjá ekki, eða eins og sagt er ,,glöggt er gests auga. Sumir setjast að og stofna fyrirtæki. ,,Bakpokalýður býr yfirleitt á farfuglaheimilum, sem mörg hver eru mjög góð hérlendis. Þegar ég var yngri gisti ég oft á farfuglaheimilum þegar ég ferðaðist um Evrópu. Núna gisti ég einkum á hótelum, en stundum einnig á farfuglaheimilum vegna þar kynnist maður oft áhugaverðu fólki. Ég sá á veggspjaldi í farfuglaheimili í Kína að farfuglaheimili eru samfélög, en ekki ódýr hótel og er ég sammála því. Ég vil þess vegna hvetja landa mína að taka vel á móti ,,bakpokalýði eins og vanalega.
Mælir með ferðum til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.