12.6.2012 | 13:26
Viðskiptatækifæri fyrir Ísland
Vegna gagnkvæmrar neikvæðrar afstöðu Kína og Noregs gæti verið aukin tækifæri fyrir Ísland að flytja lax til Kína.
Ég hef tekið eftir að í mörgum löndum þykir það flott að nefna á matseðlum hvaðan hráefnið er, t.d. sá ég íslenskar rækjur á matseðli á Bermuda. Í Kína sá ég íslenskan þorsk á einum matseðli. Ég sá oft norskan lax á matseðlum í Kína, en etv. hefur dregið úr því vegna kalt sambands Kína og Noregs. Þannig að etv. er tækifæri fyrir okkur að koma íslenskum lax á matseðlana í stað hins norska. Ég kannaði ekki verð á laxi í Kína, en í Singapore (71% íbúa þar hafa kínverskan uppruna) var mér sagt að þar kostar 1 kg af laxi í verslun 180 SGD, sem er um 16,366 ISK.
Samhliða sölu á laxi mætti kynna Ísland, t.d. með myndum á umbúðum lax og heilsugildi Omega-3. Margir kínverjar borða einkum hrísgrjón, núðlur, grænmeti og kjöti, þannig að líklegast skorti þeim Omega-3 ásamt fleirum efnum sem eru í laxi. Ég heimsótti borgir við sjó þar sem hægt er að kaupa sjávarrétti. Mér fannst samt að fiskur virðist ekki vera algengur matur þar, etv. vegna þess að hann er oft matreiddur í heilu lagi þannig að mikil vinna fer í að plokka öll beinin. Mesta magn Omega-3 er í feitum fiski í köldum sjó þannig að líklegast er mun meira af þessu efni í okkar fiski en hinum kínverska.
Bondevik meinað að fara til Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Ég hef verið að þvælast í Kína síðan í október í fyrra og einmitt tekið eftir því sama og þú segir hér. Ég hef séð íslenskan þorsk á matseðli, að vísu bara á einum stað, en oft norskan lax og hef í hvert skipti velt því fyrir mér út af hverju hann er ekki íslenskur.
Síðan var ég einmitt að spá í þetta með lýsið. Kínverjar borða að vísu talsvert meira af fiski en ég hefði áætlað fyrirfram en í "apótekum" hér blasa líka alls staðar við baukar með lýsistöflum þannig að þeir eru sér meðvitaðir um gildi þess.
Svo er mest allt lambakjöt hér influtt frá Nýja-Sjálandi og er að sjálfsögðu ekki hálfdrættingur í bragðgæðum miðað við það íslenska þótt hér sé það talin lúxusfæða og selt dýrum dómum á veitingastöðum. Hvers vegna í ósköpunum seljum við Kínverjum ekki lambakjöt?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 13:58
Sæll Bergur – Ég velti einmitt það sama fyrir mér varðandi lýsi og sendi meira segja inn hugmynd um sölu á lýsi til Kína í keppni, sem hét: ,,Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar” í fyrra. Seinna fór ég á ráðstefnu um viðskiptatengls Íslands og Kína, sem Íslenska kínverska viðskiptaráðið stóð fyrir. Þar sagði Össur utanríkisráðherra m.a. að hann hefði beitt sér fyrir útflutning á lýsi til Kína. Sendiherra Kína Dr. Su Ge sagði þar á móti að það þætti vond lykt af lýsi. Mér finnst að Lýsi hf. hefur náð frábærum árangri í að gera lýsi gott á bragðið og ég tek ekki eftir vondri lykt lengur. Það getur verið erfitt að markaðssetja lýsi í Kína og minnir á að Íslendingar voru með lakrísverksmiðju í Kína, sem hætti störfum að því mér skilst vegna þess að Kínverjar borða ekki lakkrís. Þess vegna er nauðsynlegt að kynna vandlega kosti lýsis og það sé gott á bragðið m.a. ávaxtabragðbætt. Mér fannst athyglisvert í Singapore að þegar ég kom inn í næringavöruverslun var ég strax spurður hvort ég væri að leita að lýsi. Ástæðan var sú að það er vinsælasta bætiefnið og best þykir norskt lýsi (http://www.norwegianfishoil.com). Ég spjallaði við leigubílstjóra þarna um þetta og hann sagði mér frá lýsi þar sem vörumerkið var sterkur sjómaður sem hélt á fiski og þótti honum þetta gott vörumerki. Þegar komið er inn í næringavörurverslanir í mörgum löndum m.a. Íslandi og Kína sér maður mikið magn af umbúðum utan um ýmis næringaefni. Hið mikla úrval torveldar valið. Þessar umbúðir eru yfirleitt mjög svipaðar, frekar ljótar og með heiti efnisins ásamt nánari upplýsingar um það. Það sama gildir um umbúðir lýsis hérlendis. Þess vegna finnst mér að það skipta máli að hafa frumlegar og flottar umbúðir sem verða þannig meiri áberandi en aðrar umbúðir á hillum. Það mættu vera flottar myndir frá Íslandi m.a. frá fiskveiðum. Etv. ganga þannig frá myndum að auðvelt er að losa þær ef menn vilja safna þeim, t.d. festa þær með svipuðum hætti og upplýsingar um lyf á lyfjaumbúðum. Mér datt þetta í hug vegna þess að fyrir mörgum árum voru mjög fallegar myndir af íslensku landslagi á litlum rjómadollum um borð í íslenskum farþegaþotum. Ég veit að sumir söfnuðu þessum lokum og mig minnir að þetta var framleitt í Belgíu eða Sviss. Mér fannst þetta mjög sniðug auglýsing fyrir landið.
Kristján H. Kristjánsson, 12.6.2012 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.