Emirates er fyrirmyndaflugfélag

Ég hef flogið með mörgum flugfélögum og er greinilegt að þau, sem hafa verið með þau bestu í heiminum, leggja aðaláherslu á að sinna farþegum vel og vera áreiðanleg. Sum flugfélög sýna farþegum mikinn kulda og haga sér jafnvel eins og sumar ríkisstofnanir.  Besta flugfélag sem ég hef flogið með er Emirates og áhugavert að bera það saman við önnur flugfélög. Mjög auðvelt er að bóka flug á vef þeirra, en versta bókunarkerfið er hjá American Airlines og Aerolíneas Argentinas. Þeir eru mjög fljótir að svara síma, en versta símsvörun her hjá United Airlines, vegna mjög langs biðtíma og stundum er einhverskonar vélmenni sem svarar. Langur svartími er einnig veikleiki hjá Icelandair, sem er annars ágætis flugfélag. Það getur verið mjög dýrt að hringja í flugfélag erlendis frá. Flugvélarnar og þjónusta um borð hjá Emirates er mjög góð, en verstu flugvélarnar eru hjá SAS og United Airlines.       

mbl.is Hafa beðið í sex klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á hverju byggirðu að verstu flugvélarnar séu hjá SAS og UA? Er það ljót málning eða kannski subbuleg teppi? Tel litla faglega innistæðu fyrir þessari fullyrðingu. Bíð spenntur eftir rökstuðningi.

Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 20:09

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Sigurður og takk fyrir spurninguna – Gamlar slitnar vélar, vond sæti og lítið bil á milli þeirra, lélegar veitingar meðal annars. Viðmót og þjónusta andstæð slíku hjá t.d. Emirates og Singapore Airlines.  Flaug með United Airlines á fyrsta farrými 2008 og var það eins og á venjulegu farrými hjá flestum flugfélögum. Einu sinni flaug ég frá Svíþjóð til Danmerkur með SAS og við lendingu fékk ég mikinn þrýstingsverk í eyrun og þegar opnaði ferðatöskuna seinna sá ég að gler í vekjarklukku hafði sprungið vegna þrýsingsmunar. Ég hef heyrt hjá tveimur öðrum, sem hafa flogið með SAS í langflug, og voru einnig óánægðir með það félag.       

Kristján H. Kristjánsson, 14.6.2012 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband