Hurðin vekur undrun

Kemur á óvart hve langan tíma tók að opna hurðina. Vegna þess að það er neyðartakki í salernum margra flugvéla hélt ég að flugfreyjur hafa lykil til þess að opna. Man ekki hvort þessar hurðir opnast út eða inn. Ef hurðin opnast inn þá gætu mennirnir hafa spyrnt á móti, en í neyðartilvikum er auðvitað æskilegt að hurðirnar opnast út, t.d. ef farþegi getur ekki hreyft sig og lokar þannig fyrir hurðina.


mbl.is Lokuðu sig inni á salerni flugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski hefur það áhrif, að flugmennirnir vildu ekki opna og kannski horfast í augu við hníf eða eitthvert barefli.

Læika það að þeir hafa nottla ekkert vitað að strokuguttarnir voru þarna að verki.

Hvernig er það, er ekki kominn tími og að senda þessa Alsírsgutta heim til sín ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 12:30

2 Smámynd: Hvumpinn

Hélt að það ætti að skoða mál svona drengja í Evrópulandinu sem þeir koma fyrst til.  Ekki koma þeir beint frá Alsír til Íslands. Senda þá þangað sem þeir komu frá.

Eins með manninn sem kom með Norrænu, væntanlega með vegabréf. Henti því og óskaði eftir hæli við lögreglu á Egilsstöðum.  Aftur til Danmerkur með manninn.

Hvumpinn, 8.7.2012 kl. 12:50

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Það var auðvitað rétt hjá áhöfninni að kalla til lögreglu, en mér fannst eftirfarandi gefa til kynna að það hafi gengið brösulega að opna dyrnar: ,,sem náði að lokum að opna dyrnar”. Ég heyrði seinna í útvarpsfréttum að seinkunin var vegna öryggisleitar í flugvélinni, en ég hélt að hún var vegna þess hve langan tíma tók að opna dyrnar.

Kristján H. Kristjánsson, 8.7.2012 kl. 15:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til, að einhverjum hafi verið meinað með valdi að flýja frá Íslandi. Það tíðkaðist hinsvegar lengi vel í Austur-Þýzkalandi sáluga.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2012 kl. 22:54

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Undir "eðlilegum" kringumstæðum hefði þeim verið hent til baka samdægurs. Eru kannski einhverjir sem græða á þessu??

Eyjólfur Jónsson, 9.7.2012 kl. 13:44

6 identicon

Alstaðar á vesturlöndum þar sem vinstri ríkisstjórnir sita er gígantískt innflytjenda og flóttamannavandamál.

Ástæða: Gungur og heimskingjar sem þora ekki að taka ákveraðanir af ótta við að vera ekki PK ( pólutískt korekt)( gott dæmi: Össur Skarpi og Ögmundur).

Ég hlakka mikið til næstu kosninga.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband