3.12.2013 | 09:38
Undarleg starfsemi RÚV
Þegar skera á niður hjá RÚV er farið að væla um að það gegni svo mikilvægu hlutverk, en forgangsröðun þess er mjög sérkennileg. Þegar mikill jarðskjálfti varð árið 2000 hélt sjónvarpið áfram að sýna myndir frá einhverjum boltaleik, en Stöð 2 fór strax að flytja fréttir og mikilvægar tilkynningar vegna skjálftans. Fréttatímum og áhugaverðum fræðsluþáttum er seinkað og jafnvel fellt niður vegna boltaleikja. Um helgina var sýndur einhver erlendur sjónvarpsþáttur í staðinn fyrir að sýna beint frá Hörpu, þar sem fjallað var um mjög mikilvægt mál fyrir almenning. RÚV þóttist sýna beint á vefinn en það fraus strax hjá mér og gat ég aðeins hlustað á útvarpsrás og ekki séð glærurnar. - RÚV gegndi mikilvægu hlutverki þegar útvarp og sjónvarp var nýjung, en ekki lengur.
Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Ég ætlaði varla að trúa því að ekki yrði sýnt beint frá Hörpu, svo mikilvægri umræðu og fréttatilkynningu sem þar fór fram. 3ja stærsta frétt aldarinnar og við þurftum að hlusta á í gegnum tölvuna og sáum engin línurit t.d. Ótrúlegt! Niður með þetta apparat!
assa (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 10:41
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1334008/
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.12.2013 kl. 14:27
Sæll Axel - Varðandi grein Ómars. Vegna þess að hann gekk í björgunarsveit m.a. til ,, í leiðinni verið á tánum sem fréttamaður fyrir mína fréttastofu." er rétt að vekja athygli á að ,, Björgunarsveitarmönnum er skylt að gæta þagmælsku um mál sem þeir fá vitneskju um við störf samkvæmt lögum þessum og leynt skulu fara samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda og eðli máls." skv. 4. gr. laga um um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn nr. 43/2003.
Kristján H. Kristjánsson, 3.12.2013 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.