Aðgerðir gegn sendiráði BNA í Indlandi vegna brots á Vínarsamningnum.

Mér finnst að það vantar í fréttinni viðbrögð Indverskra yfirvalda skv. meðfylgjandi frétt frá Al Jazeera. Bandarískir sendiráðsfulltrúar þar eiga að skila inn persónuskilríkjum og ferðir þeirra á flugvöllum takmarkaðar. Bandaríska þingmannanefnd fær ekki að hitta ráðherra. Fleiri aðgerðir eru fyrirhugaðar.

Mér finnst að það hefði verið samræmi við Vínarsamningnum að prótokollstjóri untanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefði afgreitt þetta mál, sem hefði etv. leitt til þess að sendiráðsfulltrúinn hefði verið lýstur ,,Persona non grata". Það skiptir miklu máli fyrir diplomatisk samskipti að yfirvöld geti ekki handtekið og sett í fangelsi diplomata t.d. af pólítiskum ástæðum undir yfirskin afbrots. Mér finnst mjög óðlilegt og klaufalegt að lögreglan handtók sendifulltrúan og setti í fangageymslu. Ef hún hefði þar á móti ekið undir áhrifum áfengis þá hefði verið rétt hjá lögreglu að stöðva brotið til þess að koma í veg fyrir almannahættu.

http://www.aljazeera.com/news/2013/12/india-us-row-escalates-over-diplomat-arrest-2013121764919464935.html


mbl.is Niðurlægð af bandarískum yfirvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband