Gangandi vegfarendur neðst í fæðukeðju umferðar.

Ég er alveg á móti því að það má hjóla reiðhjólum og aka rafvespum á göngustígum. Þótt að hjólendur og ökumenn rafvespur eiga að víkja fyrir gangandi vegfarendur þá hef ég oft lent í því að þeir gera það ekki. Þeir bruna áfram á miklum hraða og það sem verra er hljóðlaust. Það hefur stundum komið fyrir að ég hef t.d. gengið Laugarveginn í Reykjavík og ætlaði að beygja til þess að líta í búðarglugga þegar munar litlu að ég hef verið hjólaður niður. Eins og myndin í fréttinni gefur til kynna þá virðast rafvespur m.a. vera leikföng fyrir krakka. Mér finnst sjálfsagt að ökumenn rafvespur þurfa að taka próf og vera með hjálm. Einnig að rafvespur sé skráningarskyldar og með ábyrgðatryggingu. Hver borgar tjónið ef ökumaður rafvespur slasar gangandi vegfaranda? Hver ber ábyrð ef ökumaður rafvespur ekur á götu og lendir í slysi vegna þess að hann braut umferðarlögin? - Ég ók í Kaupmannahöfn í fyrra og þar var mikið af hjólreiðastígum þannig að hjólendur voru ekki að þvælast fyrir gangandi vegfarendur. Þar á móti hafa orðið nokkur slys þegar ökumenn bifreiða beygja til hægri og í veg fyrir hjólendur. Ég tók eftir að ég þurfti að gæta mjög mikillrar varúðar þegar ég beygði til hægri, vegna þess að það var erfitt að sjá reiðhjól nálgast á miklum hraða.  


mbl.is Mega keyra rafvespur á stígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafhjólafólkið hefur hérmeð fengið réttindi staðfest með lögum - en líka skyldur og verði árekstur gangandi og rafhjólandi, þá verður leitt í ljós hvort aðilinn hafi uppfyllt skyldur sínar og hvorum hafi verið brotinn réttur.

Þessi lög heimila krökkum ekki að nota göngustígana sem leikvöll fyrir sig og sína. Þau mega ferðast um þá og eiga að víkja fyrir gangandi. Annars eru þau í órétti. Þetta dregur úr bílaskutli með þau og verður vonandi til þess að þau alist upp sem ábyrgir gerendur í umferðinni.

Jón (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 13:21

2 identicon

Þetta er frumvarp, hvaða helvítis auli skrifar fyrirsagnir í Moggann eiginlega?

Hefði átt að lesa betur áður en ég opnaði túllann. Er líka auli.

Þarf að fá mér kaffi.

Jón (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband