11.11.2014 | 17:58
Bömmer fyrir Samfylkinguna.
Það er ekki nóg með að annar flokkur leiðréttir verk Samfylkingarinar, heldur einnig að margir íbúar skúlu vera ánægðir með það > Bömmur -- Áhugavert að rifja upp ábyrgð þess flokks á hruninu, sem leiddi til mikils skuldavanda margra sem ríkisstjórnin er að leiðrétta. Áhugavert að rifja upp nokkur ummæli ráðherra flokksins t.d.: - Í viðtali við Viðskiptablaðið 9. júní 2007 sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, að hans biði það hlutverk að byggja upp öflugt ráðuneyti sem haldi utan um útrás fjármálafyrirtækjanna sem nú skili okkur um 10% þjóðartekna. Þá sé ótalin verslunin en við hana starfi um 90.000 manns á Íslandi. Síðan sagði Björgvin: "Þessar greinar þarf að efla og verðskulda miklu meiri athygli en áður. Þetta er útrásin, þarna eru sprotarnir í uppbyggingu á atvinnulífi okkar í dag." - Hinn 27. nóvember 2007 flutti Björgvin G. Sigurðsson ávarp á ársfundi Fjármálaeftirlitsins og sagði þá m.a.: "Þannig má segja að Ísland hafi í raun þróast í þá átt að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð og er sú þróun meðal annars tilkomin vegna þess frumkvæðisanda sem ríkir meðal stjórnenda og starfsmanna íslenskra fjármálafyrirtækja." - Í grein eftir Björgvin G. Sigurðsson sem birtist í Viðskiptablaðinu 21. desember 2007 er fjallað um ákveðna gagnrýni sem íslenskir bankar höfðu orðið fyrir erlendis. Þar segir Björgvin m.a. svo: "Þegar KB banki opnaði útibúið í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það." Einnig segir: "Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmisskonar." Síðan segir: "Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingaævintýri Íslendinga erlendis niður." - Í viðtali sem tekið var við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Politiken 13. mars 2008 var hún m.a. spurð út í gagnrýni danskra banka í garð íslenskra. Ingibjörg svaraði því til að dönsku bankarnir væru í samkeppni við þá íslensku og þegar Danske Bank eða Nordea tjáðu sig um íslenskan efnahag gerðu þeir það sem samkeppnisaðilar. Ingibjörg var sérstaklega innt eftir því hvaða skoðanir hún hefði á gagnrýni sem komið hefði fram hjá Danske Bank. Þessu svaraði Ingibjörg þannig að mat erlendra banka á borð við Danske Bank á íslenskum bönkum væri rangt. Íslensku bankarnir stæðu vel. Sú gagnrýni sem borist hefði frá dönskum bönkum einkenndist af yfirlæti og fordómum, sbr. eftirfarandi orð Ingibjargar: "De tager fejl i deres vurdering af den islandske økonomi, for generalt står den stærkt. Og generalt er bankerne robuste. Derfor er vi skuffede over kritikken fra de danske banker. Selvfølgelig skal vi kunne kritiseres, men det skal være på rimelig måde. Det vi hører er en slags overlegenhed og bygget på fordomme."
Gefur tekjuhæstu heila Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Vá!
Flott hjá þér ;)
Jón Logi Þorsteinsson, 11.11.2014 kl. 20:04
Takk fyrir
Kristján H. Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 21:53
Þú veist vonandi að "leiðrétting Samfylkingingarinnar" kemur til frádráttar frá leiðréttingu núverandi stjórnvalda?
Það hefur til dæmis í för með sér að ég fæ enga leiðréttingu.
Finnst þér það vera góður árangur?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 00:25
Eins og ég fyrirlít flokkinn í fyrirsögninni, minni ég á hvað Þorgerður K. Gunnardóttir var ekki skárri en Ingibjörg og varði bankana af miklu afli þegar Richard Thomas varaði íslensk stjórnvöld við slæmri stöðu þeirra. Þorgerður spurði hvort hann þyrfti ekki á endurmenntun að halda. Þorgeður átti jú milljónir á milljónir ofan í bönkunum (seinna kom í ljós glæpsamleg hegðun innan þeirra).
Elle_, 17.11.2014 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.