Hvernig hægt er að vekja áhuga á stærðfræði.

Ég fór á stóra STEM-sýningu (Science Technology Engineering and Mathematics) s.l. ár í Washington DC. Þar sá ég mjög mikið af sniðugum kennslutækjum til þess að vekja áhuga og skilning barna á vísindum, m.a. stærðfræði. Vildi óska að ég hefði fengið þannig kennslu í æsku. Þarna sá ég á forsíðu tímarit tölfræðinga að fjallað væri um Íslendingasögu . Í stuttu máli voru tengsl manna greind í Íslendingasögum til þessa að kanna hvort þær gætu verið raunveruleg eða skáldskapur. Meðal annars var fjallað um 6 gráðu aðgreiningar (Six degrees of separation) á milli einstaklinga. Niðurstaðan var að tengslin passar við raunveruleg tengsl manna. - Til þess að vekja áhuga og skilning á stærðfræði þarf að kynna hvernig þær nýtast í mörgum störfum. Mjög gott gæti verið að fá menn í ýmsum störfum, t.d. hátækni, flugmenn og lækna til þess að fjalla um í stærðfræðikennslubókum hvernig ákveðnar formúlur nýtast þeim í starfi.


mbl.is Vill leggja áherslu á stærðfræðikennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Þú íar að nokkrum punktum sem þurfa nauðsynlega að vera til staðar ef vekja á áhuga á stærðfræði.

Ég vil meina að í fyrsta til hudraðasta sæti sé praktík. Sýnið fram á praktík, reikna raunveruleg dæmi. Það þarf ekki að útbúa stærðfræðipróf þannig að verið sé að sanna einhverjar reglur sem löngu er búið að sanna. Það er að mínu viti alger eyðsla á tíma og gáfum. Þeir sem vilja geta dundað sér við slíkt, enda hafa þeir hinir sömu örugglega gáfurnar til þess.

Hlutfallareikningur, einföld hornafræði og eins og þú bendir á eðilsfræði með hreyfanlegum áþreifanlegum dæmum. Nota rafmagnsfræði til að auka skilning á orku og hreyfanleika, auðveld dæmi beint fyrir framan nemendurna.

Síðasta atriðið, hendið kennslubókunum í grunnskóla, öllum saman og endurprentið Elías Bjarnason ! Miðað við það sem ég hef séð hjá mínum börnum í 18 ár er ávísun á áhugaleysi og kunnáttuleysi (hér er af nógu að taka).

Þú átt, í mínum huga, heiður skilið að setja þennan pistill hér inn Kristján.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.2.2015 kl. 18:39

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Takk fyrir hrósið Sindri. Ég var á náttúrusviði MH þar sem var lögð mikla áherslu á stærðfræði. Mér fannst gaman af henni, en sá ekki notagildið heldur var þetta frekar eins og gestaþrautir. Ég hef mikið velt fyrir mér kennslu m.a. í sagnfræði og trúfræði. Með kveðju frá Katar. 

Kristján H. Kristjánsson, 21.2.2015 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband