24.2.2015 | 05:38
Hæstiréttur ber ábyrgð ef þeir fremja hryðjuverk.
Hvernig getur lögreglan reynt að vernda okkur gegn hryðjuverkum ef Hæstiréttur beitir sér gegn því?
Gert að halda sig á afmörkuðu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Jafnvel fólk með óvinsælar skoðanir er varið af stjórnarskrá og lögum. Hæstarétti ber að stjórnast af lögum en ekki hræðslu heilalauss almúgans.
Hún er undarleg þessi ofsahræðsla við einn auman hælisleitenda í ljósi þess að hér voru fyrir örfáum árum starfandi samtök innfæddra sem lofuðu fjöldamorðingjann Stalín og boðuðu blóðuga byltingu. Og í okkar heimshluta eru morð aðallega framin af fyllibyttum en ekki hryðjuverkamönnum. Á að banna áfengi? Og hvað með mótorhjólasamtök?
Hryðjuverk fá mikla umfjöllun á vesturlöndum en eru lítið vandamál í hinu stóra samhengi. Fólk æsist allt upp ef múslimi drepur 2 eða 3 en kippir sér ekkert upp við það þó kristinn skjóti 10 eða 20 skólabörn í Bandarískum smábæ.
Ufsi (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 10:27
Ber Hæstiréttur ábyrgð? Hvers vegna? Hæstiréttur dæmir eftir lögunum og ef lögin tryggja ekki að allir sem segjast styðja einhvern óþjóðalýð, hvort sem það er ISIS, Hitler, Pútín, Ísrael, Norður Kórea eða Breivik, séu settir umsvifalaust í fangelsi, þá getur Hæstiréttur auðvitað ekki dæmt þá í fangelsi.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2015 kl. 12:31
Þetta varðar auðvitað ekki ,,hræðslu heilalauss almúgans" heldur faglegs mats lögreglunnar, sem færir mjög góð rök í gæsluvarðahaldskröfunni. Ég tel líflátshótanir og skemmdarverk ekki ,, óvinsælar skoðanir".
Varðandi mótorhjólasamtök þá hefur fjölmörgum félögum m.a. Hells Angels MC verið vísað úr landi af öryggisástæðum.
Það er hægt að túlka lög með mismunadi hætti, en Hæstiréttur velur þann kost að setja okkur, sem borgum laun þeirra í mikla hættu. Hæstiréttur vil vera með tilraunastarfsemi með því reyna vægari úrræði, ef það mistekst t.d. ef þeir drepa launagreiðendur þeirra, þá kemur gæsluvarðhald til greina.
Mér skilst að við þurfum núna að borga fyrir sérstakt eftirlit lögreglu, án þess að frelsi þeirra, sem hafa ekki heimild til þess að vera hérlendis, verði skert.
Kristján H. Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.