Emirates er fyrirmyndaflugfélag

Ég hef flogið með mörgum flugfélögum og er greinilegt að þau, sem hafa verið með þau bestu í heiminum, leggja aðaláherslu á að sinna farþegum vel og vera áreiðanleg. Besta flugfélag sem ég hef flogið með er Emirates og áhugavert að bera það saman við önnur flugfélög. Mjög auðvelt er að bóka flug á vef þeirra, en versta bókunarkerfið er hjá American Airlines og Aerolíneas Argentinas. Þeir eru mjög fljótir að svara síma, en versta símsvörun her hjá United Airlines, vegna mjög langs biðtíma og stundum er einhverskonar vélmenni sem svarar. Langur svartími er einnig veikleiki hjá Icelandair, sem er annars ágætis flugfélag. Það getur verið mjög dýrt að hringja í flugfélag erlendis frá. Flugvélarnar og þjónusta um borð hjá Emirates er mjög góð, en verstu flugvélarnar og þjónusta eru hjá SAS og United Airlines. Sum flugfélög sýna farþegum mikinn kulda og haga sér jafnvel eins og sumar ríkisstofnanir. Ég hef tekið eftir að súrar kerlingar hjá lélegum flugfélögum láta mann aðeins fá hnétupoka og liggja síðan í leti það sem eftir er flugsins, en hjá Emirats eru áhafnarmeðlimir stanslaust að veita góða þjónustu. Ég dáðist að þeim í 7 tímna fluginu frá London. Var í lágstéttafarrými og fékk matseðil og vín fylgdi nema kampavín. Komu strax með aukadrykki fyrir þá sem þess óskuðu. Þetta er örugglega erfitt starf, en þær sem hafa unnið hjá Emirates geta líklega fengið háar stöður hjá öðrum flugfélögum við að koma þjónustu í lag. Það er vel þekkt að flugmenn fá þjálfun í flughermi, en það kom mér að óvart að Emirates eru með aðra flugherma til þess að þjálfa áhafnameðlimi. Allar flugtegundir sem þeir nota og hreyfast þannig að hægt er að herma eftir flugslysum. - Flugvöllurinn í Dubai er núna með mesta flugumferð í heiminum og Emirtates þar öruggasta - Tilviljun? Fyrir þá sem vilja kynna sér uppbyggingu, skipulag og stjórnun Dubai mælir ég með þessari bók eftir by Sheikh Mohammed bin Rashid. Bókin er einnig fróðleg fyrir stjórnmálamenn og aðra stjórnendur, m.a. um skoðunarkannanir til að kanna vilja almennings og gæðaeftirlit hjá ríkissstofnunum. http://www.amazon.com/My-Vision-Challenges-Race-Excellence-ebook/dp/B00CTA3RTU/ref=sr_1_1?s=digital-text&ie=UTF8&qid=1440059924&sr=1-1&keywords=my+vision


mbl.is Hætti í lögfræði til að verða flugfreyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband