Rangt að gagnrýna Ungverjaland.

Háttsettir hjá ESB hafa gagnrýnt Ungverjaland fyrir að framfylgja Shengen um að gæta landamæra, sem er mjög undarlegt. Gífurlegur fjöldi flóttamanna og annarra eru að reyna að komast í inn í Ungverjaland og veit ég ekki til þess að önnur ESB-lönd hafi veitt þeim aðstoð við að setja upp flóttamannabúðir og borga fyrir matinn. Eiga einungis Ungverskir ríkisborgarar að borga allan kostnaðinn? Ég veit ekki heldur til þess að þeir fái aðstoð við að skrá þá sem vilja komast inn í landið og reikna ég með að taka þarf fingraför og lífsýni af þessum fjölda. - Vesturlönd bera mikla ábyrgð á því að fólk er að flýja Mið Austurlönd af mörgum ástæðum.


mbl.is Flóttafólk fóðrað eins og dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan USA, þá er Þýskaland og Svíþjóð höfuð sökudólgarnir hvernig komið er.  Þetta fólk hefur þegar flúið stríð um leið og það er komið yfir í annað land t.d. Tyrkland eða Líbanon, en það er ekki nógu gott að búa þar og ekki í Grikklandi heldur eða Ítalíu. Hvert fer fólkið þá? Jú, til landanna sem bjóða hæstu bætur og annað frítt, eins og til dæmis fríar tannlækningar í Svíþjóð og dvalarleyfi til frambúðar. Faðir litla drengsinns sem druknaði í Miðjarðarhafinu og rak upp í fjöru í TYRKLANDI, var smyglari sjálfur og stýrði bátnum og hann var á leiðinni til Svíþjóðar í fríar tannlækningar!

Fólk verðu líka að hugsa - hvernig á að stoppa flæðið.

Ef Þýskaland og Svíþjóð loka landamærunum, þá hættir fólk að leggja sig í lífshættu á Miðjarðarhafinu.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband