Afhverju ég tek meira mark á Salmann.

Ég vissi ekki að það eru múslimar á Íslandi fyrr en Salmann þurfti að standa í að verja trú sína opinberlega eftir að einkum nokkrir Sádi Arabar, frömdu fjöldamorð í Bandaríkjunum. Þessi Ibra­hem virðist vera ósáttur við að ,,þá sem voru löngu komn­ir óttuðust að drag­ast inn í hringiðu sam­fé­lags­átaka eft­ir að hafa búið í sátt og sam­lyndi við sam­fé­lagið í ár og jafn­vel ára­tugi,“. Hann telur að þeir sem voru  ,,ný­komn­ir þráðum að njóta sann­mæl­is". Hverskonar sannmælis? Auðvitað áttu þeir að taka til fyrirmyndar þá múslima sem höfðu búið hér lengi og aðlagast samfélaginu. Það getur verið flókið fyrir Múslima að vita hvernig þeir geta rækt trú sína í sátt við aðra íbúa í Vestrænu samfélagi. Sumir eiga mjög erfitt með það og gera kröfur um að Vestrænt samfélag aðlagast þeim sem gengur auðvitað ekki. Þegar ég var í Íran keypti ég mjög góða bók um hvernig þeir geta gert það án vandræða. Það getur virst saklaust að bjóða börnum upp á nám í Arabísku, en auðvitað var hætta á að hann reyndi að innræta börnin með sína útgáfu af Islam. Múslimar sem hafa aðlagst samfélaginu vilja auðvitað ekki að einhver útlendingur fari að skipta sér af börnum þeirra. Það hefur verið vandamál í Evrópu að nokkrir Múslimar hafa þóst boða hina einu réttu Islam og haft mjög hættuleg áhrif á ungmenni. Ibra­hem og vinur hans virðast hafa ákveðið að halda kvöldverðaveislu án leyfis þannig að það er mjög skiljanlegt að Salmann hafi brugðist illa við. Með ótrúlegri frekju virðist þessi Ibra­hem hafa reynt að skipta sér af starfsemi félagsins. Vegna þess að það tókst ekki stofnaði hann ásamt öðrum Menningasetur Múslima sem mun hafa fengið háa styrki frá Sádí-Arabíu, þ.e. sama land og flestir þeir sem frömdu fjöldamorðin í Bandaríkjnum komu frá. Einnig eru vísbendingar um að ríkið styðji Daesh a.m.k. hættulega túlkun á Islam. Ahmad Seddeq var og er etv. enn imam menningasetursins og tjáði sig í fjölmiðla fyrir hönd setursins. Eftir að ákveðið var að félag Múslima myndi byggja mosku í Reykjavík sá ég hann faðma Sverri Agnarsson, sem þá var formaður félagsins, í Café Milano. Þeir spjölluðu síðan mikið saman og fór greina vel á með þeim. Salmann var seinna kosinn formaður félagsins etv. vegna þess að félagsmenn hafa ekki litist á Sverri sem formann. Nýlenduveldi notuðu oft aðferð sem nefnist: ,,Divide and conquer" og notar Daesh sömu aðferð, þ.e. valda klofning á milli Múslima og annarra, einnig á meðal múslima. Þeir sem gagnrýna múslima almennt sem hlutfallslega örfáir þeirra gera af sér þjóna þannig markmið Daesh. Ég hef komið til átta ríkja þar sem Múslimar eru í meirihluta og dvalið þar í eina til þrjár vikur í hvert ríki. Byggt á reynslu minni tel ég að hægt er að draga úr spennu hérlendis, en til þess þarf vilja og vitræna hugsun.


mbl.is Salmann „sópaði af borðum með ofsa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kristján. Ég er kristin kona gift múslima frá Alsír. Því hef ég kynnst mörgum hliðum beggja trúnna og þekki ekki þessa spennu á milli trúfélaga og hatur. Vissulega er þekkingarleysi sem einstaka einstaklingur ber innra með sér og er hræddur og vegna fákunnáttu fullyrðir um einstaka trú eins og Íslam. Sem sannkristin einkona múslima þá get ég fullyrt að ekkert ljótt er á milli trúfélaga og fjölmiðlar þurfa að greina á milli hvað eðlilegt er og hætta að fullyrða út í loftið um það sem þeir ekki þekkja né kynna sér 100%. Oft eru fréttir unnar af þekkingarleysi og í fljótfærni. Fjórða valdið er einnig fyrir þá fámennu sem eiga miðlana. Þeir vilja stjórna almenningsáliti og ala á hatri að sumu leiti. Fásinna finnst mér einnig að forseti vor ali á fordómum milli manna um Íslam. Hann sjálfur er giftur Gyðingi sem er THE FIRST LADY OF ICELAND. Já ég tel það mikla heppni hafa kynnast Íslam sem ekki ber annað en að minna okkur á að rækta lífið og virða hvort annað eins og kristin trú gerir. Íslam miðlar einnig upplýsingum um Guð (kallaður Allah) Jesús, Jósep og Maríu sem dæmi. Þannig eigum við sama Guð og þeir. Arabar eiga margt fallegt í sinni menningu sem þeir hafa kennt okkur um aldir. Þeir byggðu bygginar í Evrópu eins og Alhambra höllina sem er eitt af undrum veraldar og gríðarlega falleg menning birtist þar. Þeir sem dæma múslima vita ekki hvað þeir gera - virðum alla menn jafnt og sýnum öllum virðingu - ekki bara sumum útvöldum sem okkur dettur í hug út í loftið. Slíkt hlítur að vera fáviska.  

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 23:06

2 Smámynd: Már Elíson

Góð grein hjá þér, Sólveig...Í fyrsta sinn á þessum annars ágæta bloggvef sem ég sé komið svona að málinu. - Ég er nú eiginlega bara hugsi eftir þessa stuttu en hnitmiðuðu hugvekju þína. Svei mér þá. - Þó að ég trúi ekki á guð sem "slíkan", heldur einfaldlega hið góða í hverjum manni (god, good, guð..allt það sama) og það hlýtur að vera til í öllum trúarbrögðum. - Samt skil ég þá ekki afhverju þurfa að vera til svökölluð trúarbrögð ef allir eiga sama guð (= eitthvað gott). - Mér finnst, hvort sem er í svokölluðum "múslimaríkjum" eða svokölluðum "kristnum ríkjum/löndum", að ef menn vaða uppi með ofbeldi og ofstæki í þessari svokölluðu trú sinni, limlesti menn og drepi eins og við sjáum t.d. nú til dags, þá eigi þeir harla lítinn tilverurétt með fólki sem er með hreina og heilbrigða trú á hið góða hvort sem þeirra trú heitir eitthvað annað en hjá hinum við hliðina. - En afhverju ekki að einfalda þetta eins og á að fara að gera með hleðslutækin fyrir farsímana, sama USB-tengið fyrir alla, og hætta þessu rugli. - Eins og Sólveig segir, þetta er sami "guð" eftir allt saman. - Amen.

Már Elíson, 29.11.2015 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband