Ég óttast utanríkisstefnu Íslands.

Frá að Davíð og Halldór lýstu yfir í Morgunblaðsviðtali að þeir styddu árás Bandaríkjanna á Írak hef ég óttast afskipti Íslenska ríkisins af alþjóðarstjórnmálum. Árásin á Írak hefur valdið miklum hörmungum íbúa þess og annarra. Einnig hefur árás NATO á Líbíu einnig valdið miklum hörmungum. Upplýsingar sem koma fram í tölvupósti, sem fannst hjá Hillery Clinton, leiðir í ljós margt grunsamlegt varðandi árásina á Líbíu. Þessar árásir hafa meðal annars leitt til stofnun Daesh (einnig kallaði ISIS og ISIL). Við berum siðferðislega ábyrgð á ódæðisverkum ,,vestræna vinarþjóða" og vegna þess að við sækjumst eftir aðild að þeim getum við vænst gagnárásar frá fornarlömbum þeirra.

Samkvæmt efirfarandi úr samantekt utanríkisráðuneytisins: ,, Að rjúfa sam­stöðu vest­rænna ríkja teld­ist meiri­hátt­ar frá­vik frá ut­an­rík­is­stefnu Íslands og væri ábyrgðar­hluti sem kallaði, í besta falli, á gagn­rýn­ar spurn­ing­ar vinaþjóða um veg­ferð ís­lenskra stjórn­valda í alþjóðasam­skipt­um. Þá myndi orðspor Íslands sem traust banda­lags­ríki bíða hnekki." Samvæmt þessum eigum við bara að hlýða og styðja ódæðisverk þeirra sem ráða í vestrænu samstarfi. Varðandi vinaþjóðir þá erum við að styðja þvingunaraðgerðir ríkja, sem beita okkur þvingunaraðgerðir gegn Rússland, sem hefur reynst okkur vinarþjóð.

Það er margt undarlegt í þessu máli. Sigmundur mun hafa sagt í viðtal við Bylgjuna að ,, Ísland hafi fylgt með sem þátttakandi í þvingununum, með vísan til EES-samningsins, líkt og hafi gerst í tugum eða hundruðum tilvika frá því að Ísland varð aðili að EES-samningnum." Erum við skyldugir skv. þessum samningi að taka þátt í þvinganir vegna pólískra rétthugsunar hjá ESB? Ég sá í erlendum fréttum að Bandaríkin beita ESB miklum þrystingi að vera með þessar þvinganir. Getur Bandaríkin virkilega kúgað ESB og í hverju felst þessi þrýstingur? Joe Biden, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftirfarandi: ,, It was America’s leadership and the president of the United States insisting, oft times almost having to embarrass Europe to stand up and take economic hits to impose costs." Hvaða þjóðir völdu Bandaríkin til þess að vera með ,,leadership" og hvernig var sú ákvörðun tekin. Hafa Bandaríkin beitt okkur þrýsting í þessu máli? Bandaríkjastjórn reyndu að beita okkur pólítískum þrystingi vegna hvalveiða, m.a. með því að láta sendiráðið hafa milligöngu um $36,500 styrk til IceWhale, sem er etv. brot á 41. gr. laga um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband 1971 nr. 16/1971. - Hvernig myndi Bandaríkjastjórn bregðast við ef líkur væru á að Rússar tæku yfir höfuðstöðvar Kyrrahafsflotans á Hawaiieyjum? Höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands eru í Sevastopol á Krímskagann. Eftir valdaránið í Úkraníu var talinn hætta á að landið myndi ganga í NATO, sem myndu taka yfir höfuðstöðvarnar. Vegna staðsetningar hefur Sevastopol gegnt mikilvægu hernaðarhlutverki fyrir Rússland & Sovétríkin frá 1783. Hvað hefði Pútín átt að gera? Ágætt að rifja upp að eftir valdaránið í Úkraníu komust þrír félagar í Svoboda flokknum í ríkisstjórnin. Þessi flokkur hefur skipulagt hátíðarhöld Waffen-SS Galicia Division, þar sem þáttakendur hrópuðu ,,einn kynþáttur, ein þjóð, eitt föðurland". Skiljanlega urðu margir Rússar og gyðingar hræddir.

http://levantreport.com/2016/01/04/new-hillary-emails-reveal-propaganda-executions-coveting-libyan-oil-and-gold/

 


mbl.is Myndi skaða orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband