Hætta á tjóni á auðlindum okkar vegna olíumengunar.

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 41/1979 hef Ísland innan efnahagslögsögunnar fullveldisrétt m.a. að því er varðar verndun hafsins og auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni. Með því að hreyfa við stóru skipsflaki á hafsbotni er hætta á að olía leki úr því sem getur valdið mengun hafsins og tjóni m.a. sjávarlífverum sem eru auðlind okkar. Þess vegna finnst mér viðbrögð LHG sjálfsögð auk þess að sem augljósar upplýsingar bárust frá skipinu um tilgang rannsóknar.


mbl.is Á sá fund sem finnur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olían sem er hugsanlega í þessu skipi er ekki þannig og í því magni að hún geti haft áhrif á auðlindina. Væru fuglar að svamla á svæðinu gætu þeir orðið fyrir skaða.

Þetta gæti hafa þótt sæmilega stórt skip 1921 þegar það var smíðað en það telst lítið  í dag og taldist lítið þegar því var sökkt 1939. Litlu fraktararnir sem voru smíðaðir fyrir skipalestirnar voru 3x stærri.

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.4.2017 kl. 08:32

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Minnir á lekann úr El Grillo og mikla og hættulega vinnu við að hreinsa úr tönkunum þar sem skipið lá á botni Seyðisfjarðar. Við skulum ekki taka neina áhættu varðandi mengunarhættu. Einnig er mögulegt að önnur mengandi efni eru um borð í þessu flaki. 

Kristján H. Kristjánsson, 10.4.2017 kl. 08:53

3 identicon

Olíuskipið El Grillo er inni í firði og skapaði hættu fyrir fuglalíf í fjörunni en ekki fiskana í sjónum.

Ef við ætlum ekki að taka neina áhættu varðandi mengunarhættu þá bönnum við alla umferð skipa innan efnahagslögsögunnar og allt flug yfir hana. Og hreinsum allt skolp og afrennsli gatna uppi á landi.

Einhverjir ímyndaðir möguleikar eru ekki gjaldgeng rök. Þú ert mögulega glæpamaður, við setjum þig samt ekki í fangelsi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.4.2017 kl. 09:41

4 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Auðvitað er hætta á að m.a. olíumengun hafi skaðleg áhrif á fiska. Undarlegt að þú virðist vera á móti því að koma í veg fyrir slíkt.

http://news.nationalgeographic.com/news/2008/12/081210-pacific-shipwrecks-missions_2.html

http://daily.bhaskar.com/news/MAH-MUM-sunken-ship-leaks-oil-stay-off-that-fish-2338577.html

https://www.newscientist.com/article/mg20727761-600-why-wartime-wrecks-are-slicking-time-bombs/

,,Fish and shellfish may not be exposed immediately, but can come into contact with oil if it is mixed into the water column. When exposed to oil, adult fish may experience reduced growth, enlarged livers, changes in heart and respiration rates, fin erosion, and reproduction impairment. Oil also adversely affects eggs and larval survival."  

http://oceanservice.noaa.gov/facts/oilimpacts.html

Kristján H. Kristjánsson, 10.4.2017 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband