23.1.2008 | 09:20
Frumsýning á myndum frá gosinu í Heimaey
Ég bjó í Heimaey þegar gosið hófst fyrir 35 árum og flúði um nóttina, en kom skömmu seinna til baka til þess að taka þátt í að bjarga eignum. Eftir að gosinu lauk vann ég við hreinsun bæjarins.
Á vefnum mínum http://www.interestingworld.info er ég búinn að setja inn myndir, sem ég tók. Aðeins fyrsta myndin hefur birst áður, en hún mun vera sú fyrsta sem tekin var af gosinu. Næstu 3 myndirnar tók ég einnig um nóttina og sýna m.a. fólk flýja um borði í báta, sem sigldu síðan til Þorlákshafnar. Einnig eru myndir frá björgunarstarfinu. Um næstu helgi mun ég birta fleiri myndir frá gosinu.
Til þess að skoða myndirnar er nauðsynlegt að vera með Flash Player og að öryggisstillingar leyfa notkun þess. Eftir að smellt hefur verið á mynd á síðuna, getur tekið um 1 2 mínútur áður en myndasýning hefst.35 ár frá gosinu í Heimaey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)