Frumsýning á myndum frá gosinu í Heimaey

Ég bjó í Heimaey þegar gosið hófst fyrir 35 árum og flúði um nóttina, en kom skömmu seinna til baka til þess að taka þátt í að bjarga eignum. Eftir að gosinu lauk vann ég við hreinsun bæjarins.

 

Á vefnum mínum http://www.interestingworld.info er ég búinn að setja inn myndir, sem ég tók. Aðeins fyrsta myndin hefur birst áður, en hún mun vera sú fyrsta sem tekin var af gosinu. Næstu 3 myndirnar tók ég einnig um nóttina og sýna m.a. fólk flýja um borði í báta, sem sigldu síðan til Þorlákshafnar. Einnig eru myndir frá björgunarstarfinu. Um næstu helgi mun ég birta fleiri myndir frá gosinu.

 Til þess að skoða myndirnar er nauðsynlegt að vera með Flash Player og að öryggisstillingar leyfa notkun þess. Eftir að smellt hefur verið á mynd á síðuna, getur tekið um 1 – 2 mínútur áður en myndasýning hefst.  
mbl.is 35 ár frá gosinu í Heimaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Kristján.

Þetta eru magnaðar myndir frá gosinu. Hreint ótrúlegt að sjá myndirnar. Það verður allt svo ljóslifandi að sjá þær. Ekki laust við að maður finni hitann, eða er það tölvan sem er að hitna hjá mér?

 Kveðja,

Sveinn Hjörtur , 23.1.2008 kl. 09:44

2 identicon

Sæll Kristján,

Rosalega flottar myndir

Kveðja Stella í Köben

stella gísladóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:49

3 identicon

Æðislegar myndir, hef lengi langað að sjá meira af myndum frá þessum tíma

Karitas (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Sæll og blessaður, ég rek vefinn www.VisitWestmanIslands.com ásamt félaga mínum, við höfum verið að óska eftir myndum frá gosinu til að hafa á síðunni okkar. Ef að þú hefur áhuga að deila þeim með notendum síðunnar þá tökum við því fagnandi. Sendu mér mail ef að þú hefur áhuga, vido@24seven.is

kv

Kjartan Vídó

Kjartan Vídó, 23.1.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband