Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
17.3.2015 | 06:45
Ríkasta kona Bretlands eða heims?
Áhugaverð grein, en mér finnst smá ósamræmi í henni. Annars vegar stendur: ,,hún talin ríkasta kona Bretlands" og hins vegar: ,,Hún er ríkasta kona heims". Samkvæmt því er hún örugglega ríkasta kona heims en etv. ekki sú ríkasta í Bretlandi.
Ríkasta kona Bretlands tapaði fyrir Lindu Pé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2015 | 07:23
Verðurhermir í Hönnunarmars.
Það er augljóst að margir vita ekki að það er hægt að fá verðurspá hérlendis og/eða skilja hana ekki. Ég fékk þess vegna frábæra hugmynd sem einhver getur útfært í Hönnunarmars. Hanna veðurhermir þar sem hægt er að láta fólk fara inn, t.d. 10 manns samtímis. Síðan er stillt á ,,Kolvitlaust ofsaverður" og fær fólk 5 mínútur til þess að hringja í 112, vegna þess að eftir það er stillt á ,,Versnandi" og þá er það of seint þegar fólk hendist um í herminum.
Með um 300 í gistingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2015 | 17:26
Að velja óvini
Við verðum að leggja sjálfstætt mat á hvort og þá hverjir eru óvinir okkar, en ekki líta á óvini t.d. annarra NATO-ríkja sjálfkrafa sem óvini okkar. Bandaríkjastjórn sækist eftir óvináttu margra ríkja, sem hafa reynst okkur vel og engin ástæða til þess að telja til óvina okkar.
Stofnað verði þjóðaröryggisráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2015 | 05:38
Hæstiréttur ber ábyrgð ef þeir fremja hryðjuverk.
Hvernig getur lögreglan reynt að vernda okkur gegn hryðjuverkum ef Hæstiréttur beitir sér gegn því?
Gert að halda sig á afmörkuðu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2015 | 17:06
Hvernig hægt er að vekja áhuga á stærðfræði.
Ég fór á stóra STEM-sýningu (Science Technology Engineering and Mathematics) s.l. ár í Washington DC. Þar sá ég mjög mikið af sniðugum kennslutækjum til þess að vekja áhuga og skilning barna á vísindum, m.a. stærðfræði. Vildi óska að ég hefði fengið þannig kennslu í æsku. Þarna sá ég á forsíðu tímarit tölfræðinga að fjallað væri um Íslendingasögu . Í stuttu máli voru tengsl manna greind í Íslendingasögum til þessa að kanna hvort þær gætu verið raunveruleg eða skáldskapur. Meðal annars var fjallað um 6 gráðu aðgreiningar (Six degrees of separation) á milli einstaklinga. Niðurstaðan var að tengslin passar við raunveruleg tengsl manna. - Til þess að vekja áhuga og skilning á stærðfræði þarf að kynna hvernig þær nýtast í mörgum störfum. Mjög gott gæti verið að fá menn í ýmsum störfum, t.d. hátækni, flugmenn og lækna til þess að fjalla um í stærðfræðikennslubókum hvernig ákveðnar formúlur nýtast þeim í starfi.
Vill leggja áherslu á stærðfræðikennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2015 | 14:45
Finna góðan stað fyrir lása eins og í Kína og Uruguay.
Ég tók þetta myndband þar sem í seinni hlutann er hægt að sjá lása og stórt minnismerki um þá í Kína.
Einnig fjallar ég um ástalása í Uruguay.
http://www.interestingworld.info/category/uruguay/
Ástarlásinn verður fjarlægður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2015 | 19:26
Emirates er fyrirmyndaflugfélag
Ég hef flogið með mörgum flugfélögum og er greinilegt að þau, sem hafa verið með þau bestu í heiminum, leggja aðaláherslu á að sinna farþegum vel og vera áreiðanleg. Besta flugfélag sem ég hef flogið með er Emirates og áhugavert að bera það saman við önnur flugfélög. Mjög auðvelt er að bóka flug á vef þeirra, en versta bókunarkerfið er hjá American Airlines og Aerolíneas Argentinas. Þeir eru mjög fljótir að svara síma, en versta símsvörun her hjá United Airlines, vegna mjög langs biðtíma og stundum er einhverskonar vélmenni sem svarar. Langur svartími er einnig veikleiki hjá Icelandair, sem er annars ágætis flugfélag. Það getur verið mjög dýrt að hringja í flugfélag erlendis frá. Flugvélarnar og þjónusta um borð hjá Emirates er mjög góð, en verstu flugvélarnar og þjónusta eru hjá SAS og United Airlines. Sum flugfélög sýna farþegum mikinn kulda og haga sér jafnvel eins og sumar ríkisstofnanir.
Ég flaug í þessum mánuði með Emirates frá London til Dubai í economic class og var flugið um 6-7 klukkustundir. Ég fékk matseðil og gat valið á milli tveggja aðalrétta. Drykkir m.a. vín var innifalið en borga þarf sérstaklega fyrir kampavín. Kvöldmaturinn var mjög góður og einnig morgunmaturinn. Ekki þarf að borga sérstaklega fyrir heyrantæki. Ég sat rétt hjá ,,eldhúsinu" og dáðist að flugfreyju þar sem vann mjög hratt þar allann tímann við að útbúa mat, ganga frá og sinna óskum farþega. Aðrir áhafnarmeðlimir voru einnig mjög duglegir. Áhafnarmeðlimir í þessu flugi voru frá ellefu löndum, en flugfélagið leggur áherslu á alþjóðlega áhöfn og mér skilst að þar starfar fólk frá um 130 löndum.
Undirbúningur flugfreyjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2015 | 03:49
Gjaldið hlýtur að falla niður vegna mikils lækkunar
Vegna þess að Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði eldsneytisálagið hafa verið sett á af flugfélögum þegar verð á eldsneyti tók að hækka mikið, til að skýra fyrir fólki verðhækkanir á flugi, hljóta flugfélög að fella niður gjaldið núna vegna mikillrar lækkunar.
Greiða sérstakt eldsneytisálag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2014 | 07:19
Taka farangur með sér á hesti?
Mér finnst undarlegt að ferðamenn geta ekki geymt farangur sinn á öruggum stað á meðan þeir fara í hestaferð. Það væri sjálfsögð þjónustu hjá Greyline að læsa rútunni þar til ferðamenn koma til baka í stað þess að skipta um rútu. Athyglisvert að vita hvort aðrar ferðaþjónustur bjóða upp á betri þjónustu varðandi þetta þannig að hægt er að mæla með þeim í staðinn.
Fastar á Íslandi yfir jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2014 | 14:21
Ísland á röngu tímabelti.
Hérlendis er notað Greenwich Mean Time (GMT) = O, sem er í rauninni rangt vegna þess að Ísland er ekki beint fyrir norðan Greenwich Observatory í London. Eins og sést á kortinu er búið að fella Ísland undir GMT = 0 etv. vegna samskipta við Evrópu. Miðað við staðsetningu ætti klukkan hérlendis að vera - 1, þ.e. þessi klukktíma seinkun sem margir vilja. Á einu kortinu er miðað við UTC sem er það sama er varðar staðsetningu Íslands skv. GMT.
http://www.donathan.com/dave/gmtimage/gmt.gif
Man þegar sumartíminn var festur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)