Frábær hugmynd hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Nemendur í kvikmyndagerð áttu að læra um gerð sjónvarpsþátta og var ákveðið að gera alvöru þátt um mikilvægt málefni. Þeir buðu Katrínu Jakobsdóttur, Menntamálaráðherra, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, Ragnari Bragasyni leikstjóra og Hrönn Kristinsdóttir, framleiðenda, til þess að ræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar. Markmið fundarins var að stuðla að málefnalegri umræðu um framtíð kvikmyndagerðar hérlendis. Fundurinn var tekinn upp og verður síðan sýndur fullkláraður á heimasíðu skólans. Vegna þess að ég hafði frétt af fundinum fór ég á hann. Nemendurnir unnu mjög fagmannlega með aðstoð kennara. Þarna fékk skólinn mjög góða auglysingu og sérstaklega kennslan í kvikmyndagerð.  
mbl.is Með ráðherra á Steypunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband