Tolstoy, Gandhi og friðsamlegar byltingar

Síðast liðinn mánuð sá ég þátt Glenn Becks á Fox News þar sem hann ræddi við nokkra um friðsamlegar byltingar. Meðal annars ræddi hann við Rajmohan Gandhi, barnabarn Mohandas Gandhi (kallaður Mahatma sem merki hin mikla sál). Hann sagði m.a. annars að þegar afi hans var reiður ungur maður þá hafði hann trú á ofbeldi. Hann skipti um skoðun eftir að hann las bók Leo Tolstoys: ,,The Kingdom of God Is Within You” þegar hann var 24 ára. Ég kannaði þetta nánar og komst að því að þeir voru í bréfasamskiptum eftir að Tolstoy skrifaði: ,, A Letter to a Hindu”. Baráttuaðferð Gandhi hafði mikil áhrif á Martin Luther King og Nelson Mandela.

Fyrir grúskara:

http://www.watchglennbeck.com/video/2010/September/glenn-beck-show-september-17-2010-peaceful-revolutions/

http://en.wikipedia.org/wiki/A_Letter_to_a_Hindu

http://www.sa-venues.com/nelson_mandela.htm 


mbl.is Hreinsað til við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband