28.10.2010 | 20:57
Áróður gegn gyðingum var í Bíblíusögur fyrir barnaskóla.
Vegna þess að fólk telur að það sem það lærði í skóla sé rétt hefur það áhrif á skoðanir þeirra. Þess vegna skiptir miklu máli að kennslubækur séu mjög vandaðar m.a. um trúarbrögð og einnig hvernig kennt er. Versta dæmið um áróður í íslenskum kennslubókum var í Bíblíusögur fyrir barnaskóla, sem var notuð þegar ég var í barnaskóla. Þar stendur m.a. í kaflanum: Hugmyndir Gyðinga, - fyrirætlanir Guðs - ,, Ísraelsmenn sýndu oft mikillæti bæði í ættjarðarást sinni og guðsdýrkun. Þeir álitu, að Guð blessaði þá eina, og gerðu sér háar hugmyndir um þá tíma, er Ísrael fengi öll yfirráð í heiminum og allar aðrar þjóðir yrðu þjónar þeirra, yfirþjóðarinnar. Seinna stendur: ,,En þetta var ekki rétt, því að kærleikur Guðs náði til allra þjóða jafnt. Með öðrum orðum lærðum við að gyðingar hafa rangt fyrir sér! Ég veit ekki hvort nemendur, sem voru gyðingar, hafa orðið fyrir einelti vegna þessa. Bókin var gefin út 1965 og í seinni útgáfum var ofangreint leiðrétt. Þótt að þetta er gömul bók þá er alltaf hætta á að svona áróður komi fyrir aftur. Mér finnst rétt að kenna um sérkenni hverra trúarbragða og það sem er sameignilegt með þeim, m.a. hina gullnu reglu. Sjá nánar um hana: http://en.wikipedia.org/wiki/The_Golden_Rule
Áfram samstarf kirkju og skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Já gvöööð, hamingjan forði okkur frá því að einhver vogi sér að gagnrýna gyðinga, hin eilífu fórnarlömb illsku heimsins... kúguðu, bláfátæku og kærleiksríku greyin litlu..
Daimon (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.