Hvers konar borgarstjóra viljum við?

Þeir sem kusu skemmtikraftinn sem borgarstjóra gátu auðvitað ekki vænst þess að hann myndi breytast í virðulegan excelsérfræðing þegar hann hóf störf. Ég hef aldrei haft áhyggjur af stjórn borgarinnar fyrr en á síðasta kjörtímabili þegar sífellt var verið að skipta um borgarstjóra og REI-ruglið. Kannski er best eftir kosningar að ráða borgarstjóra, sem uppfyllir ákveðnar menntunar- og hæfiskröfur skv. auglýsingu, eins og gert er víðar út á landi þegar sveitarstjórar og bæjarstjórar eru ráðnir. Ég las fyrir mörgum árum að það er vandamál í sumum stjórnmálaflokkum að fá hæfasta fólkið til þess að fara í framboð. Það er mjög skiljanlegt vegna þess að stjórnmál virðist vera mjög neikvæð vinna. Þótt að stjórnmálamenn eru góðir í að rífast og skammast, þá eru þeir fáir sem hafa menntun og reynslu til þess að stjórna. Auk þess að hafa persónuleika sem höfða jákvætt til almennings. Spurning hvers konar borgarstjóra viljum við hafa? Framkvæmdarstjóra, sem maður veit ekki hvað gerir dagsdaglega eða andlit borgarinnar og tengiliður við almenning? Þótt að ég kaus ekki Jón og fannst hann koma illa út úr viðtalinu í Kastljósi um daginn, þá er borgarstjóratíð hans fyrsta skiptið sem ég veit hvað borgarstjóri gerir fyrir utan að veiða lax og klippa borða vegna þess að hann er með fésbókarsíðu.


mbl.is Gnarr frumsýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Jón Gnarr

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband