Best að Fjármálaeftirlitið velji endurskoðendur fyrir fyrirtæki?

Kannski er best að Fjármálaeftirlitið ákveði hvaða endurskoðendur fyrirtæki ráða vegna þess að í dag er etv. pressa á endurskoðendur að vera ekki með gagnrýni vegna þess að annars munu fyrirtæki ráða aðra í staðinn. Veit ekki hvort Fjármálaeftirlitið fylgist með störfum endurskoðendur en það er etv. æskilegt.
mbl.is Störf endurskoðenda rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu að grínast? Fjármálaeftirlitið? Eins og því sé treystandi til að standa sig eitthvað betur, ekki gleyma að stofnuninni er stýrt af fyrrverandi Landsbankamanni sem er alls ekki með flekklausan feril í bankaviðskiptum. Ertu svo kannski búinn að gleyma að það var FME sem lét það óáreitt í hartnær áratug að fjármálafyrirtæki væru að þverbrjóta nánast öll hugsanleg lög um starfsemi sína?

Dæmi: Forsvarsmenn SP-Fjármögnunar byggðu málsvarnir sínar í dómsmálum um gengistrygginguna meðal annars á því að þeir hefðu raunverulega verslað með gjaldeyri, en samt hefur fyrirtækið aldrei haft starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta.

Dæmi: Lögmaður Avant hefur reynt að færa skriflega rök fyrir því að lánasamningar fyrirtækisins væru í raun ekki lánasamningar heldur afleiðusamningar. Samt hefur fyrirtækið aldrei haft starfsleyfi til að versla með afleiður.

Bæði þessi fyrirtæki, sem og fleiri, hafa verið staðin að því að stunda ólögmætar og tilhæfulausar innheimtuaðgerðir, sem að öllu jöfnu ætti að vera grundvöllur fyrir sviptingu innheimtuleyfis. Samt eru þessi fyrirtæki enn að senda fólki reikninga.

Það er meira en ár síðan Fjármálaeftirlitinu var gert viðvart um áðurnefnd brot á starfsleyfisskyldu, en stofnunin hefur ekkert aðhafst. Í sumar ítrekaði ég þetta persónulega við þáverandi viðskiptaráðherra, sem sagðist ætla að fylgja þessu eftir, en það hafði hann ekki gert þegar núverandi ráðherra tók við.

Fjármálaeftirlit? Þvílíkur brandari!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Guðmundur. Þú bendir réttilega á að Fjármálaeftirlitið stendur sig ekki nógu vel og þessu þarf að breyta. Vegna fjárfestingar í hlutabréfum vill ég mjög öflugt fjármálaeftirlit og einhverja vörn gegn því að hlutafélög geti valið sér þæga endurskoðendur. Ég fékk þessa hugmynd eftir að ég sá Kastljós í gær. Er þú með betri hugmynd um hvernig hægt er að tryggja betur hagsmuni hluthafa og almennings til þess að koma í veg fyrir það sem var fjallað um í þættinum í gær?

Kristján H. Kristjánsson, 9.12.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að breyta spilltu eðli einstaklinga kann ég ekki, og við megum heldur ekki ganga út frá því að menn í valdastöðum taki alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þess vegna þarf að setja völdum þeirra skorður, og skapa opnara þannig að menn geti ekki verið að pukrast með óhreinindi, og einfaldara kerfi þannig að almenningur geti veitt aðhald án þess að þurfa sérfræðiþekkingu til þess. Ég hef svo sem ekki neina töfralausn á reiðum höndum, en ýmsar hugmyndir um hvernig gera mætti hlutina öðruvísi.

Meira um slíkar hugmyndir er að finna hjá Icelandic Financial Reform Initiative.

Bloggvinur þinn Jón Lárusson hefur líka sett fram mikið af góðum hugmyndum um hvernig megi útfæra öðruvísi fjármálakerfi.

Kveðja,

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 15:04

4 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Við Jón erum miklir vinir og tók upp fyrirlestur Jóns sem er á umbot.org - Etv. mun ríkið fara í skaðabótamál við Pricewater vegna Icesafe og ef það mál vinnst getur það haft mikið forvarnagildi.

Kristján H. Kristjánsson, 9.12.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband